20 drepnir í óeirðum í Kongó

Til mótmæla kom í Kinhasa höfuðborg Lýðveldisins Kongó í dag, …
Til mótmæla kom í Kinhasa höfuðborg Lýðveldisins Kongó í dag, en ekki eru allir sáttir við að forsetatíð Josep Kabila, forseta landsins, hafi verið framlengd til ársins 2018. AFP

20 manns lét­ust hið minnsta í átök­um mót­mæl­enda og ör­ygg­is­sveita í Kins­hasa, höfuðborg Lýðstjórn­ar­lýðveld­is­ins Kongó í dag. Efnt hafði verið til mót­mæl­anna vegna þess að Joseph Kabila, for­seti lands­ins neit­ar að láta af embætti, að sögn emb­ætt­is­manns Sam­einuðu þjóðanna í Kongó.

Frétta­vef­ur BBC hef­ur eft­ir vitn­um á vett­vangi að ör­ygg­is­sveit­ir hafi skotið á mót­mæl­end­ur í miklu ná­vígi.

Kabila hef­ur verið for­seti Kongó í 15 ár og átti valdatíð hans á for­seta­stóli að ljúka á miðnætti í gær­kvöldi, en var ný­lega fram­lengd til árs­ins 2018.

Helsti keppi­naut­ur Kabila seg­ir ákvörðun hans að láta ekki af embætti, jafn­gilda vald­aráni. 

Til stóð að efna til for­seta­kosn­inga í land­inu í síðasta mánuði, en kjör­nefnd frestaði kosn­ing­un­um og bar við efna­hags- og skipu­lags­leg­um vanda við að skipu­leggja kosn­ing­arn­ar.

Kabila hef­ur nú myndað milli­bils­stjórn sem á að fara með völd­in í land­inu þar til kosið verður árið 2018.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka