Merkel slegin yfir fréttunum

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, á blaðamannafundi í Berlín í dag.
Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, á blaðamannafundi í Berlín í dag. AFP

Kansl­ari Þýska­lands, Ang­ela Merkel, seg­ir að yf­ir­völd telji að um hryðju­verka­árás hafi verið að ræða þegar flutn­inga­bíl var ekið inn á jóla­markað í Berlín í gær­kvöldi. Hún seg­ir að allt bendi til þess að árás­armaður­inn sé hæl­is­leit­andi og það sé erfitt að sætta sig við. 

„Miðað við það sem við vit­um verðum við að ganga út frá því að þetta sé hryðju­verka­árás,“ sagði Merkel þegar hún ávarpaði frétta­menn svart­klædd fyr­ir skömmu. Merkel var sjá­an­lega sleg­in yfir fregn­un­um, að því er seg­ir í frétt AFP. Merkel heim­sæk­ir jóla­markaðinn síðar í dag.

„Ég veit að það verður sér­stak­lega erfitt fyr­ir okk­ur að sætta okk­ur við það ef það verður staðfest að mann­eskj­an sem framdi árás­ina hafi sótt um vernd og hæli í Þýskalandi,“ bætti hún við.

Merkel seg­ir að Þjóðverj­ar verði að finna styrk til þess að halda áfram að lifa líf­inu eins og þeir vilja, í frjálsu og opnu sam­fé­lagi sam­an.

Millj­ón­ir, þar á meðal hún, spyrji sig nú hvernig hægt sé að lifa með þá staðreynd að á sama tíma og fólk fái sér göngu­túr á jóla­markaði geti morðingi tekið svo mörg líf. „Við vilj­um ekki búa í ótta við djöf­ul­inn.“

Að sögn Merkel væri árás­in sér­stak­lega viður­styggi­leg ef árás­armaður­inn hefði fengið hæli í Þýskalandi sem flóttamaður. 

Það sem við vit­um:

Tólf lét­ust þegar flutn­inga­bif­reið var ekið á mikl­um hraða inn í mann­mergð á jóla­markaði í Berlín í gær­kvöldi. 48 eru á sjúkra­húsi og eru ein­hverj­ir þeirra í lífs­hættu. Lög­regla seg­ir að maður sem fannst lát­inn í stýris­húsi flutn­inga­bíls­ins sé Pól­verji sem hafi verið skot­inn til bana. Hann ók ekki bif­reiðinni. 

Maður­inn sem er grunaður um verknaðinn kom til Þýska­lands, svo kallaða Balk­an­leið, fyrr á ár­inu. Sam­kvæmt Die Welt er hann 23 ára Pak­ist­ani sem fékk tíma­bundið dval­ar­leyfi í júní. 

Fyrr í morg­un gerði sér­sveit lög­regl­unn­ar hús­leit í stærstu flótta­mannamiðstöð Berlín­ar sem er til húsa á gamla Tem­p­el­hof-flug­vell­in­um í suður­hluta borg­ar­inn­ar. 

Lög­regl­an í Berlín rann­sak­ar hvort flutn­inga­bíln­um hafi verið stolið á vinnusvæði í Póllandi en aðrar frétt­ir herma að bif­reiðin hafi átt að fara frá Berlín til Pól­lands en verið var að flytja farm frá Ítal­íu. Ekk­ert hafði heyrst frá bíl­stjór­an­um síðan fljót­lega eft­ir há­degi í gær.

Árás­in er for­dæmd af banda­ríska for­seta­embætt­inu og seg­ir ný­kjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, árás­in hræðilega hryðju­verka­árás. Hann sak­ar Ríki íslams og aðra íslamska hryðju­verka­menn, sem stöðugt eru að slátra kristn­um í sam­fé­lög­um þeirra, um að bera ábyrgð á fjölda­morðinu.

For­seti Rúss­lands, Vla­dimír Pútín, seg­ir árás­ina villi­manns­lega og po­púl­ista­flokk­ur­inn Alternati­ve für Deutsch­land, seg­ir kristn­ar hefðir hafi orðið fyr­ir árás.

Frauke Pe­try, sem er helstu talsmaður AfD, seg­ir að það hafi ekki verið nein til­vilj­un að árás­in var gerð á kristn­um markaði. Þetta sé ekki aðeins árás á frelsið og hvernig Þjóðverj­ar lifi líf­inu held­ur einnig á kristn­ar hefðir. Þýska­land sé klofið í af­stöðu sinni til inn­flytj­enda.

Nig­el Fara­ge, fyrr­ver­andi leiðtogi Ukip, seg­ir að at­b­urðir sem þessi séu lík­leg­ir til þess að verða graf­skrift Merkels.

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert