Rússneski flugherinn hefur drepið 35 þúsund vígamenn í Sýrlandi síðan hann hóf árásir sínar í september í fyrra. Þetta sagði varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu.
Herþotur Rússa gerðu 71 þúsund loftárásir og „útrýmdu 725 æfingabúðum, 405 vopnaverksmiðjum og vinnubúðum, 1.500 hlutum með hryðjuverkabúnaði og 35 þúsund vígamönnum, þar á meðal 204 yfirmönnum á jörðu niðri,“ sagði Shoigu.