Brenndu fangana lifandi

AFP

Víga­sam­tök­in Ríki íslams hafa birt mynd­skeið sem sýn­ir tvo tyrk­neska her­menn sem voru í haldi sam­tak­ann brennda lif­andi. Hart er bar­ist við landa­mæri Tyrk­lands í Sýr­landi og lét­ust 16 borg­ar­ar í árás­um tyrk­neska hers­ins á bæ sem er und­ir yf­ir­ráðum Rík­is íslams í nótt.

Mynd­skeiðið er 19 mín­út­ur að lengd og sýn­ir það tvo ein­kennisklædda menn dregna út úr búr­um áður en þeir eru bundn­ir og kveikt í þeim. Mynd­skeiðið var birt á vef víga­sam­tak­anna og á að vera tekið í héraði í Norður-Sýr­landi sem er und­ir yf­ir­ráðum Rík­is íslams. Morðing­inn, sem tal­ar tyrk­nesku, gagn­rýn­ir for­seta Tyrk­lands í mynd­skeiðinu og hvet­ur til árása þar. 

Hryll­ing­ur­inn sem sýnd­ur er minn­ir mjög á drápið á jórd­anska flug­mann­in­um Maaz al-Kass­asbeh, sem víga­menn fönguðu þegar flug­vél hans nauðlenti í Sýr­landi fyr­ir tveim­ur árum. Hann var brennd­ur lif­andi í búri í des­em­ber 2014.

Fyrr í vik­unni drápu víga­menn 16 tyrk­neska her­menn í bar­dög­um í grennd við sýr­lenska bæ­inn Al-Bab. 

Af þeim sex­tán al­menn­um borg­ur­um sem voru drepn­ir af tyrk­nesk­um her­mönn­um í nótt eru þrjú börn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Syri­an Observatory for Hum­an Rights. Eft­ir árás­irn­ar í nótt hafa 88 íbú­ar Al-Bab verið drepn­ir síðasta sól­ar­hring eft­ir að harðar árás­ir Tyrkja á bæ­inn. Þar af eru 24 börn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka