Kristnir íbúar Aleppo borgar í Sýrlandi setja nú upp helgimynd í rústum Saint Elias dómkirkjunnar. Þeir Nehme Badawi og Bashir bróðir hans hafa rótað í snævi þöktum rústunum í leit a timbri og brotajárni svo þeir geti sett upp helgimyndina af fæðingu Jesú áður en jólin ganga í garð.
Þak kirkjunnar, sem stendur í gamla bænum í Aleppo, hrundi í loftárárásum á síðasta ári.
„Við notum allt það brak sem við finnum til að tákna sigur lífs yfir dauðanum,“ sagði Nehme við AFP-fréttastofuna um leið og hann safnaði saman trjágreinum til að skreyta helgimyndina með.
Eftir hörð átök í borginni síðastliðinn fjögur ár heyrist ekki lengur vopnaskak í borginni. Kaþólski minnihlutinn í borginni beið þá ekki boðanna og er nú að reyna gera rústir dómkirkjunnar klára fyrir fyrstu jólamessuna í kirkjunni í fimm ár.