Bestu fréttamyndir ársins 2016

Milljónir eru á flótta undan stríði sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Met voru slegin á Ólympíuleikunum í Ríó og gleði ríkti á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Það skiptast á skin og skúrir í heiminum en enginn getur neitað því að árið 2016 var blóði drifið og örvænting margra mikil.

Á þessu herrans ári var líka kosinn nýr forseti í Bandaríkjunum og málefni svartra þar í landi voru í brennidepli. 

Hringferð um jörðu á flugvél sem knúin var sólarorku lauk og Pokémon-æði greip jarðarbúa. 

Bestu fréttamyndir ársins 2016 frá fréttastofu AFP má finna hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert