Mynd 1 af 70Þessi mynd, af hinum fjögurra ára Omran, ýtti undir samúðarbylgju með fórnarlömbum stríðsins í Sýrlandi í ágúst. Myndin er tekin í sjúkrabíl í austurhluta Aleppo. Omran litla hafði verið bjargað úr húsarústum í kjölfar enn einnar loftárásarinnar. HO
Mynd 2 af 70Maður stendur við lík barns á strönd í Grikklandi. Bátur með flóttafólki hafði sokkið og líkunum skolaði hvert á fætur öðru á land. Fólkið var á flótta, m.a. frá Sýrlandi, Afganistan og Búrma. AFP
Mynd 3 af 70Fólk fylgist með villtum fíl ganga um götur Siliguri á Indlandi í Febrúar. Fíllinn hafði villst inn í borgina. Hann var skotinn með deyfilyfi og fluttur í skóglendi í nágrenni borgarinnar.AFP
Mynd 4 af 70Lögreglumenn standa við tjöld flóttamanna í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Frakklandi. Þúsundir manna, sem vildu helst komast til Bretlands, héldu til í búðunum þar til í haust er þær voru rýmdar.AFP
Mynd 5 af 70Brotnir bátar og óteljandi björgunarvesti flóttafólks á strönd í Grikklandi. Þúsundir hafa flúið yfir Miðjarðarhafið í ár á flótta undan stríði og slæmum lífskjörum. En löndum flestra Evrópulanda var lokað. Hörð lífsbarátta hélt því áfram hjá flestum.AFP
Mynd 6 af 70Íraskar fjölskyldur á flótta saman komnar í eyðimörkinni vestur af borginni Samarra. Íraski herinn sótti fram gegn vígamönnum Ríkis íslams á svæðinu og fólkið hafði ekkert annað val en að flýja undan átökunum.AFP
Mynd 7 af 70Hópur flottamanna mótmælir bak við vírgirðingu á landamærum Grikklands og Makedóníu í mars. Landamæraeftirlit margra Evrópulanda var hert til muna í ár. Flóttafólkið varð því innlyksa og fáir kostir fyrir þá í stöðunni. AFP
Mynd 8 af 70Drengur stendur í þokunni inn á milli tjalda flóttamanna við landamæri Grikklands og Makedóníu. Þúsundir flóttamanna urðu innlyksa í bænum Idomeni á Grikklandi eftir að landamærunum var lokað.AFP
Mynd 9 af 70Björgunarmenn í Sýrlandi reyna að draga særðan mann undan braki húss sem sprengt var í loft upp í loftárás í Salhin-hverfinu í austurhluta Aleppo. AFP
Mynd 10 af 70Flóttamenn reyna að komast yfir á á leið sinni yfir landamærin frá Grikklandi til Makedóníu. Þúsundir þeirra urðu innlyksa í landamærabænum Idomeni í mars er landamærunum að Balkanríkjunum var lokað.AFP
Mynd 11 af 70Brimbrettakappi skoðar norðurljósin á himni yfir Lofoten í Noregi í mars. Norðurljósin voru sérstaklega björt og falleg síðasta vetur.AFP
Mynd 12 af 70Öryggisvörður aðstoðar særða konu á Maelbeek-lestarstöðinni í Brussel þann 22. mars er hryðjuverkaárás var gerð á nokkrum stöðum í borginni. 31 lést, m.a. á flugvellinum.AFP
Mynd 13 af 70Eftir að hafa kveikt í sér í örvæntingu hljóp hann um flóttamannabúðirnar í Idomeni á Grikklandi. Þúsundir flóttamanna urðu innlyksa í bænum eftir að landamærunum að Balkan-ríkjunum var lokað í byrjun árs. AFP
Mynd 14 af 70Maður vefur sig inn í belgíska fánann og heldur á kerti við minningarathöfn um þá sem fórstu í hryðjuverkunum í Brussel í mars. AFP
Mynd 15 af 70Glæsileg flugeldasýning í Mexíkó í apríl.AFP
Mynd 16 af 70Hann var óhuggandi, litli sýrlenski drengurinn, sem grét við lík ættingja sinna sem fórust í loftárás í austurhluta Aleppo í apríl.AFP
Mynd 17 af 70Íbúar í Aleppo ganga innan um rústir húsa eftir enn eina loftárásina. Uppreisnarmenn réðu ríkjum í austurhluta Aleppo. Stjórnarherinn, með fulltingi Rússa og fleiri ríkja, hóf áhlaup á borgina í haust og hefur smám saman náð yfirráðum að nýju. Það hefur kostað hundruð mannslífa.AFP
Mynd 18 af 70Tonn af fílabeini og nashyrningshornum brennd á báli í Kenía. Veiðiþjófnaður og smygl er gríðarlegt vandamál víðsvegar í Afríku. Lönd á borð við Kenía og Úganda hafa barist hart gegn veiðum á villtum dýrum í fleiri ár. Keníamenn vilja að verslun með afurðir fíla, nashyrninga og fleiri dýra verði bönnum með öllu á alþjóðavísu. Þeir óttast að villtir fílar deyi út með þessu áframhaldi.AFP
Mynd 19 af 70Skýstrókur á ferð í Oklahoma í maí. Krafturinn í slíkum veðurfyrirbrigðum er gríðarlegur og getur lagt heilu bæina í rúst.AFP
Mynd 20 af 70Maður heldur á logandi kyndli og blómum er hann stendur frammi fyrir óeirðarlögreglunni í Lyon í Frakklandi. Verið var að mótmæla breytingum á vinnulöggjöfinni í landinu. Þær áttu m.a. að auðvelda fyrirtækjum að ráða og reka fólk. AFP
Mynd 21 af 70Áhangendum enska landsliðsins í fótbolta lenti saman við lögregluna í Marseille í suðurhluta Frakklands er Evrópumótið í knattspyrnu fór þar fram í júní. Læti brutust út fyrir leik Englendinga og Rússa. AFP
Mynd 22 af 70Kötturinn Chiquinho er tólf ára og fer allra sinna ferð á mótorhjóli með eigandanum um borgina Rio de Janeiro í Brasilíu.AFP
Mynd 23 af 70Konur halda þett utan um hvor aðra fyrir utan Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl er árás var gerð þar í lok júní. AFP
Mynd 24 af 70Svartir í Bandaríkjunum héldu baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum áfram í ár. Mörg dæmi voru um það í ár að óvopnaðir svartir menn væru skotnir af lögreglunni. AFP
Mynd 25 af 70Áhorfendur fylgjast með leik Frakka og Portúgala á risaskjá í við Eiffel-turninn. Evrópumótið í knattspyrnu fór fram í landinu í sumar. AFP
Mynd 26 af 70Flugvélin Solar Impulse 2, sem fór fyrir sólarorkunni einni saman umhverfis heiminn, sést hér á flugi yfir pýramídunum í Giza í Egyptalandi. JEAN REVILLARD
Mynd 27 af 70Lík meints fíkniefnasala liggur á götu úti í Manila á Filippseyjum. Stríð stjórnvalda gegn fíkniefnum hefur valdið dauða þúsunda. AFP
Mynd 28 af 70Kona fylgist með útför eins þeirra sem lét lífið er valdarán var reynt í Tyrklandi í júlí. Hluti hersins gerði tilraun til að ræna völdum en áhlaupið var brotið á bak aftur.AFP
Mynd 29 af 70Fólk safnast saman við götuna Promenade des Anglais í Nice þar sem maður ók flutningabíl inn í mannfjöldann á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí. 84 létust. AFP
Mynd 30 af 70Stuðningsmenn Erdogans, forseta Tyrklands, halda fánum á lofti á Taksim-torgi eftir að valdaránstilraun í landinu var brotin á bak aftur í júlí. Þúsundir stuðningsmanna Erdogans fóru út á götur, fyrir hvatningu forsetans, og mótmæltu valdaránstilrauninni.AFP
Mynd 31 af 70Indónesískur drengur leitar blessunar við virkt eldfjall, Brumo-fjall, í landinu. AFP
Mynd 32 af 70Sýrlendingur leitar pókemona í rústum húsa í bænum Douma, austur af höfuðborginni Damaskus. Pókemon-æði greip heimsbyggðina í ár. AFP
Mynd 33 af 70Barack Obama Bandaríkjaforseti faðmar Hilary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, á landsþingi flokksins í júlí.AFP
Mynd 34 af 70Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps smellir kossi á son sinn, Boomer, á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.AFP
Mynd 35 af 70Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíka kemur fyrstur í mark í undanúrslitum 200 metra hlaups á Ólympíuleikunum í Ríó. AFP
Mynd 36 af 70Aðdáendur taka myndir af sér með Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó. AFP
Mynd 37 af 70Duane Ehmer á hesti sínum í Malheur-friðlandinu í Oregon í janúar. Á þeim tíma var friðlandið hernumið af hópi fólks sem krafðist þess að landinu yrði skilað aftur til borgaranna. Þeir voru handteknir í byrjun árs og sakaðir m.a. um vopnalagabrot. Þeir voru allir sýknaðir í október.AFP
Mynd 38 af 70Sýrlendingur heldur á barni í gegnum brak húsa í borginni Aleppo í september. Orrustur hafa verið tíðar í borginni síðustu mánuði og fleiri loftárásir verið gerðar daglega. Á meðan hafa íbúar verið innlyksa. Þúsundir hafa látist. AFP
Mynd 39 af 70Bretinn Alistair Brownlee hjálpar bróður sínum Jonathan á endasprettinum í þríþrautarkeppni í Mexíkó. Alistair hefði getað unnið en þegar hann sá bróður sinn vera við það að örmagnast ákvað hann frekar að styðja hann yfir marklínuna. AFP
Mynd 40 af 70Leyniskyttur skjóta á vígamenn Ríkis íslams í Sirte í Líbíu í september. Mánuðum saman hefur víða um heim verið reynt að fella samtökin sem bera ábyrgð á hryðjuverkum og miklu mannfalli víða um heim.AFP
Mynd 41 af 70Mótmælandi starir í augu óeirðarlögreglumanns í bænum Charlotte í Norður-Karólínu. Í september skaut lögreglan svartan mann til bana í borginni. Hörð mótmæli brutust út og stóðu þau dögum saman.AFP
Mynd 42 af 70Sýrlensk móðir heldur á líki barns síns. Sonur hennar hafði fundist látinn undir braki húss sem sprengt var í loft upp í borginni Aleppo. AFP
Mynd 43 af 70Hópur fólks myndar kastala í Tarragona á Spáni. Hefð er fyrir því að fólk myndi kastala við hátíðarhöld í Katalóníu. Oft er reynt að setja met í fjölda þeirra sem taka þátt.AFP
Mynd 44 af 70Nemandi við háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku afhentir öeirðarlögreglumanni blóm í fjöldamótmælum í borginni í október. Lögreglan skaut gúmmíkúlum á nemendurna sem voru að mótmæla hækkun skólagjalda í landinu.AFP
Mynd 45 af 70Flóttamaður dregur barn upp úr Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu. Þúsundum flóttamanna hefur verið bjargað úr sökkvandi bátum á hafinu í ár. AFP
Mynd 46 af 70Flóttamenn á sundi veifa höndum til að ná athygli björgunarliðs á Miðjarðarhafi. Sjálfboðasamtök taka mörg hver þátt í björgunarstarfi á hafinu og þúsundum hefur verið bjargað frá drukknun í ár. AFP
Mynd 47 af 70Flóttamenn klofa yfir lík í gúmmíbáti við strendur Líbíu. Hundruð hafa drukknað í Miðjarðarhafinu á flótta sínum í ár. AFP
Mynd 48 af 70Hilary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, var í sviðsljósinu í ár. Hún tapaði í forsetakosningunum og tók ósigurinn mjög nærri sér. AFP
Mynd 49 af 70Fellibylurinn Matthew olli skelfingu og eyðileggingu á Haítí í október. Yfir 400 manns létust. Uppbyggingin mun taka fleiri ár. AFP
Mynd 50 af 70Donald Trump var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Hann er umdeildur, m.a. fyrir niðrandi ummæli sín um konur. Á einum kosningafundinum kyssti hann spjald sem á stóð: Konur kjósa Trump.AFP
Mynd 51 af 70Hryllilegt borgarastríð hefur geisað í Suður-Súdan í fleiri mánuði. Átök hafa reglulega brotist út í ár og þúsundir hafa flúið til nágrannalandanna, aðallega Úganda. AFP
Mynd 52 af 70Flugskeyti skotið á loft í eyðimörkinni í Írak. Þar berst stjórnarherinn við vígamenn Ríkis íslams.
AFP
Mynd 53 af 70Íraskir hermenn fara á jeppa um eyðimörkina skammt frá ánni Tígris. Þeir hafa sótt fram í haust og tekið yfir borgir og bæi sem um hríð hafa verið undir yfirráðum vígamanna Ríkis íslams. Harðast hefur verið barist við borgina Mosúl. AFP
Mynd 54 af 70Fólk sem flúði frá Mosúl í Írak eftir að stjórnarherinn gerði áhlaup á borgina hitti ættingja á ný í flóttamannabúðum. Ættingjarnir höfðu náð að flýja fyrir tveimur árum, rétt áður en vígamenn Ríkis íslams tóku borgina yfir og héldu fólki þar í herkví.AFP
Mynd 55 af 70Flóttafólk safnast saman fyrir utan Frumskóginn, flóttamannabúðir sem mynduðust í Frakklandi fyrir nokkrum árum. Búðunum var lokað í haust og eldar voru kveiktir. AFP
Mynd 56 af 70Íraskar fjölskyldur á flótta undan átökum í Mosúl. AFP
Mynd 57 af 70Flóttamenn vafðir inn í teppi um borð í björgunarskipi á Miðjarðarhafi. AFP
Mynd 58 af 70Donald Trump fagnar með stuðningsmönnum sínum á hóteli í New York að kvöldi kosningadags, 8. nóvember. AFP
Mynd 59 af 70Stuðningsmaður Hilary Clinton horfir vantrúaður á sjónvarpsskjá á kosningavöku í Washington. AFP
Mynd 60 af 70Hilary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill. Clinton var að halda ræðu eftir að hafa játað sig sigraða í kosningabaráttunni, daginn eftir að ljóst varð að Donald Trump hefði unnið.AFP
Mynd 61 af 70Írösk kona á flótta heldur á kettinum sínum. Lulu, austur af borginni Mosúl. Hún hafði flúið ásamt börnunum sínum er áhlaup stjórnahersins á borgina hófst. Leiðin lá í flóttamannabúðir.AFP
Mynd 62 af 70Fólk skýlir sér fyrir flugveldum sem kveiktir voru í loftbelg yfir höfðum þeirra. Flugeldarnir voru kveiktir of snemma og neistaflugið náði til jarðar. Tilefni sýningarinnar var ljosahátíið í Búrma. AFP
Mynd 63 af 70Á meðan vígamenn Ríkis íslams höfðu hina fornu sýrlensku borg Palmyra á valdi sínu eyðilögðu þeir margar fornminjar, m.a. hof sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. AFP
Mynd 64 af 70Kappakstur í eyðimörk Mongólíu. 130 kepptu og óku tæplega 11 þúsund kílómetra leið frá Moskvu til Peking.AFP
Mynd 65 af 70Efnt var til mótmæla víðsvegar um Bandaríkin er ljóst var að Donald Trump hefði farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í landinu. AFP
Mynd 66 af 70Faðir og afi fimmtán ára drengs sem féll í sprengjuárás í Mosúl í Írak, syrgja á meðan hermenn stand kringum líkið. AFP
Mynd 67 af 70Vígamenn Ríkis íslams kveiktu elda í verksmiðjum til að hindra áhlaup stjórnarhersins að borginni Mosúl í Írak. AFP
Mynd 68 af 70Sýrlenskir björgunarmenn úr liði Hvítu hjálmanna, draga særðan dreng undan rústum húss í úthverfi Aleppo. AFP
Mynd 69 af 70Hermenn á Kúbu bregðast við fréttum af andláti Fidels Castro, fyrrverandi leiðtoga landsins. Hann lést níræður að aldri í lok nóvember. AFP
Mynd 70 af 70Bandaríska fimleikakonan Simone Biles kom sá og sigraði á Ólympíuleikunum í Ríó. AFP
Milljónir eru á flótta undan stríði sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Met voru slegin á Ólympíuleikunum í Ríó og gleði ríkti á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi. Það skiptast á skin og skúrir í heiminum en enginn getur neitað því að árið 2016 var blóði drifið og örvænting margra mikil.
Á þessu herrans ári var líka kosinn nýr forseti í Bandaríkjunum og málefni svartra þar í landi voru í brennidepli.
Hringferð um jörðu á flugvél sem knúin var sólarorku lauk og Pokémon-æði greip jarðarbúa.
Bestu fréttamyndir ársins 2016 frá fréttastofu AFP má finna hér að ofan.