Mahmud Abbas, forseti Palestínu, segist vera tilbúinn til að hefja friðarviðræður við Ísraela á nýjan leik ef þeir hætta að byggja á hernumdum svæðum Palestínu.
Þetta sagði hann eftir að John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flutti ræðu um málefni Ísraels og Palestínu.
Kerry varaði Ísraela við því að koma upp landtökubyggðum á palestínsku svæði og sagði að það geti ógnað lýðræði þjóðarinnar.
Frétt mbl.is: Byggja fjögurra hæða blokk
Innan við fjórum vikum áður Barack Obama, hættir störfum sem Bandaríkjaforseti, sakaði Kerry ríkisstjórn Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, um að leyfa Ísraelum að mjakast í átt að varanlegri landtöku.
Frétt mbl.is: Öryggisráðið fordæmir landnemabyggðir Ísraela
Netanyahu var ósáttur við ummæli Kerry og sagði hann hliðhollan Palestínumönnum og að hann hefði meiri áhyggjur af landtöku en ofbeldi af hálfu Palestínumanna.
„Hann eyddi mestum hluta ræðu sinnar í að kenna Ísraelum um að friður ríkti ekki,“ sagði forsætisráðherrann.
Hann bætti við: „Ísraelar þurfa ekki á kennslustund að halda hjá erlendum leiðtogum varðandi mikilvægi friðs.“