Friðarviðræður ef Ísrael hættir landtöku

Mahmud Abbas, forseti Palestínu.
Mahmud Abbas, forseti Palestínu. AFP

Mahmud Abbas, for­seti Palestínu, seg­ist vera til­bú­inn til að hefja friðarviðræður við Ísra­ela á nýj­an leik ef þeir hætta að byggja á her­numd­um svæðum Palestínu.

Þetta sagði hann eft­ir að John Kerry, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, flutti ræðu um mál­efni Ísra­els og Palestínu.

John Kerry er hann flutti ræðu sína í dag.
John Kerry er hann flutti ræðu sína í dag. AFP

Kerry varaði Ísra­ela við því að koma upp land­töku­byggðum á palestínsku svæði og sagði að það geti ógnað lýðræði þjóðar­inn­ar.

Frétt mbl.is: Byggja fjög­urra hæða blokk

Inn­an við fjór­um vik­um áður Barack Obama, hætt­ir störf­um sem Banda­ríkja­for­seti, sakaði Kerry rík­is­stjórn Benjam­ins Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, um að leyfa Ísra­el­um að mjak­ast í átt að var­an­legri land­töku.

Frétt mbl.is: Örygg­is­ráðið for­dæm­ir land­nem­a­byggðir Ísra­ela

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els. AFP

Net­anya­hu var ósátt­ur við um­mæli Kerry og sagði hann hliðholl­an Palestínu­mönn­um og að hann hefði meiri áhyggj­ur af land­töku en of­beldi af hálfu Palestínu­manna.

„Hann eyddi mest­um hluta ræðu sinn­ar í að kenna Ísra­el­um um að friður ríkti ekki,“ sagði for­sæt­is­ráðherr­ann.

Hann bætti við: „Ísra­el­ar þurfa ekki á kennslu­stund að halda hjá er­lend­um leiðtog­um varðandi mik­il­vægi friðs.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert