Donald Trump, væntanlegur forseti Bandaríkjanna, hefur hrósað Vladimir Pútín, forseta Rússlands, fyrir að reka ekki umsvifalaust 35 bandaríska embættismenn úr landi til að hefna fyrir ákvörðun Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, um að reka 35 rússneska erindreka úr landi í gær.
Trump sagði ákvörðun Pútíns frábæra og að hann hafi alltaf vitað að hann væri snjall.
Great move on delay (by V. Putin) - I always knew he was very smart!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 30, 2016
Utanríkisráðuneyti Rússlands hafði mælt með því að Pútín ræki starfsmennina úr landi.
Frétt mbl.is: Hafnar gagnkvæmum aðgerðum
Trump, sem tekur við af Obama 20. janúar, hefur margoft lofað Pútín og margir í ríkisstjórn Trumps eru einmitt með tengsl við Rússland.