Eldur kviknaði í miðstöð fyrir hælisleitendur í bænum Rjukan í Telemark í Noregi í kvöld. Slökkviliðinu hafði tekist að ná tökum á eldinum en hann hefur blossað upp á nýjan leik.
Enginn slasaðist í eldsvoðanum og búið að er að flytja þá sem dvöldu í húsinu og fólk úr húsum í nágrenninu á öruggan stað.
Töluverður vindur er á svæðinu og því er talin hætta á að hann breiðist út, samkvæmt frétt Verdens Gang.