Treysta Svíþjóðardemókrötum best

Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata.
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata. AFP

Svíþjóðardemó­krat­ar njóta mests trausts sænskra kjós­enda í þrem­ur af átta mála­flokk­um sem tekn­ir eru fyr­ir í skoðana­könn­un Aft­on­bla­det/​In­izio.

Kjós­end­ur telja að Svíþjóðardemó­krat­ar séu best falln­ir til þess að sinna varn­ar­mál­um lands­ins og mál­efn­um inn­flytj­enda og flótta­fólks. Þar eru 44% kjós­enda, tvö­falt fleiri en í síðustu þing­kosn­ing­um, á því að þar sé Svíþjóðardemó­kröt­um best treyst­andi. 

Jafn­framt treysta kjós­end­ur þeim best til þess að sinna mál­efn­um aldraðra en flokk­ur­inn höfðaði mjög til þess ald­urs­hóps í síðustu kosn­ing­um. 

Svíþjóðardemó­krat­ar eru þjóðern­is­flokk­ur sem var þriðji stærsti flokk­ur Svíþjóðar í síðustu þing­kosn­ing­um. Síðan þá hef­ur fylgi hans mælst ná­lægt 20%. 

Hér er hægt að lesa nán­ar um könn­un­ina á vef Aft­on­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert