Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði herferð tölvuinnbrota og hagræðingar fjölmiðlaumfjöllunar, sem beindist að forsetaframboði Hillary Clinton. Þetta segir í nýbirtri skýrslu frá yfirmanni njósnamála hjá Bandaríkjunum.
Fram kemur í skýrslunni að Pútín hafi einnig látið herferðina styðja við og styrkja framboð Donalds Trump, nú verðandi Bandaríkjaforseta.
„Við teljum að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hafa áhrif á bandarísku forsetakosningarnar. Markmið Rússlands voru að grafa undan trausti almennings á lýðræði Bandaríkjanna, sverta mannorð Hillary Clinton og skaða möguleika hennar til þess að verða kjörin forseti,“ segir í skýrslunni.