„Trump reyndu að fullorðnast“

Joe Biden, Robert Gates varnarmálaráðherra og Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra …
Joe Biden, Robert Gates varnarmálaráðherra og Hillary Clinton, þáverandi utanríkisráðherra – mynd tekin 2011 þegar árásin var gerð á Osama bin Laden. AFP

Varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hvetur Donald Trump, sem tekur brátt við embætti forseta, til þess að fullorðnast og gagnrýnir árásir Trumps á öryggisstofnanir landsins. 

Biden segir að það sé glórulaust að kjörinn forseti landsins hafi ekki trú á leyniþjónustum landsins en líkt og Trump hefur sagt á Twitter efast hann um að Rússar eigi aðild að tölvuárásum á Demókrataflokkinn og hefur harðlega gagnrýnt leyniþjónustuna (CIA) og aðrar öryggisstofnanir landsins fyrir að halda því fram.

Í dag verður farið yfir málið með Trump og í næstu viku verður birt opinberlega skýrsla frá CIA og varnarmálaráðuneytinu varðandi tölvuárásir á demókrata í miðri kosningabaráttu um embætti forseta Bandaríkjanna.

Í viðtali við PBS segir Biden að það sé glórulaust að forseti hafi ekki trú á og vilji ekki hlusta á hvað leyniþjónusturnar hafi að segja. Það að halda því fram að þú vitir meira en þessar öryggisstofnanir er eins og að segja að þú vitir meira um eðlisfræði en prófessorinn. „Ég las ekki bókina en ég veit bara meira,“ sagði Biden þegar hann líkti Trump við nemanda og kennara. 

Spurður um reglulegar árásir Trumps á Twitter sagði Biden: Reyndu að fullorðnast Donald. Það er kominn tími til að verða fullorðinn, þú ert forseti. Það er orðið tímabært að gera eitthvað og sýndu okkur hvað þú hefur upp á að bjóða.“

BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert