Fífl sem ekki vilja vingast við Rússa

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

„Þegar ég er orðinn for­seti munu Rúss­ar bera miklu meiri virðingu fyr­ir okk­ur en þeir gera núna og bæði lönd­in munu hugs­an­lega vinna sam­an að því að leysa sum af mörg­um stór­um og mik­il­væg­um vanda­mál­um heims­ins.“

Þetta sagði Don­ald Trump, verðandi for­seti Banda­ríkj­anna, á Twitter-síðu sinni í dag. Þar gagn­rýndi hann þá sem ekki vildu bætt sam­skipti við Rúss­land og sagði að ein­ung­is heimskt fólk gæti verið þeirr­ar skoðunar að það væri slæmt.

„Bætt sam­skipti við Rúss­land er gott mál. Ein­ung­is heimskt fólk eða fífl geta talið það slæmt,“ sagði for­set­inn verðandi. Trump hef­ur lengi kallað eft­ir betri sam­skipt­um á milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands og talað vel um Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta.

Banda­rísk­ar leyniþjón­ust­ur telja að Rúss­ar hafi beitt sér í kosn­inga­bar­átt­unni í aðdrag­anda banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna í nóv­em­ber til þess að tryggja kjör Trumps. Það hafi Rúss­ar gert með því að stela tölvu­gögn­um Demó­krata­flokks­ins, póli­tískra and­stæðinga hans, og lekið þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka