„Hvar var sómakennd ykkar?“

Ungmennin fjögur eru í haldi lögreglu.
Ungmennin fjögur eru í haldi lögreglu. AFP

Fjög­ur banda­rísk ung­menni, sem ákærð eru fyr­ir að hafa rænt and­lega fötluðum 18 ára pilti, og pyntað hann í beinni út­send­ingu á Face­book, verða ekki lát­in laus gegn trygg­ingu.

Þau Jor­d­an Hill, Britt­any Covingt­on og Tes­faye Cooper, öll 18 ára, og Tan­is­hia Covingt­on, 24 ára, komu fyr­ir dóm­ara í Chicago-borg í gær.

Þau hafa verið ákærð fyr­ir hat­urs­glæpi, mann­rán og lík­ams­árás, meðal ann­ars. Á sama tíma hafa meira en 51 þúsund banda­ríkja­dal­ir safn­ast í söfn­un sem hrundið var af stað fyr­ir fórn­ar­lambið, eða sem nem­ur tæp­um sex millj­ón­um króna.

Dóm­ar­inn, Maria Kuria­kos Ciesil, neitaði að sleppa þeim úr haldi gegn trygg­ingu. Í stað þess spurði hún: „Hvar var sóma­kennd ykk­ar?“

Tróðu sokk í munn fórn­ar­lambs­ins

Sak­sókn­ar­ar sögðu fyr­ir rétt­in­um að fjór­menn­ing­arn­ir hefðu byrjað að berja pilt­inn, sem þjá­ist af geðklofa og at­hygl­is­bresti, í sendi­ferðabíl. Of­beldið hefði svo haldið á heim­ili eins þeirra, þar sem þau eru sögð hafa neytt hann til að drekka vatn úr kló­sett­inu og kyssa gólfið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un BBC.

Þá hafi þau troðið sokk í munn hans, límt fyr­ir og svo bundið hend­ur hans sam­an með belti.

Í mynd­bandi, sem þau birtu á Face­book í beinni út­send­ingu, mátti heyra þau tala niðrandi um hvítt fólk og Don­ald Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna.

Lög­regla seg­ir þá að sendi­ferðabíln­um hafi áður verið stolið af Hill, sem einnig er sakaður um að hafa krafið móður fórn­ar­lambs­ins um 300 banda­ríkja­dali á meðan það var í haldi þeirra, sam­kvæmt heim­ild­um dag­blaðsins Chicago Tri­bu­ne.

Frétt­ir mbl.is:

Sýna enga iðrun eft­ir árás­ina
Sendu út árás á þroska­skert­an mann

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert