Twitter-aðgangur Shkreli frystur

Martin Shkreli.
Martin Shkreli. AFP

Twitter-aðgangur lyfjaforstjórans fyrrverandi Martin Shkreli hefur verið frystur í kjölfar ásakana um áreitni Shkreli í garð blaðamannsins Lauren Duca. Shkreli komst í heimsfréttirnar þegar fyrirtæki hans hækkaði verðið á Daraprim úr 13 dollurum í 750 dollara.

Frétt mbl.is: Langar þig að kýla Shkreli í fésið?

Duca tísti á dögunum erindi frá Shkreli þar sem hann bauð henni að vera gestur sinn við embættistöku Donalds Trumps 20. janúar nk. „Frekar æti ég eigin innyfli,“ tísti Duca.

Í kjölfarið tísti Shkreli að Duca væri „köld þú veist hvað“ og birti nokkrar fótósjoppaðar myndir af sér og Duca saman.

Áður en aðgangur forstjórans var frystur breytti hann einnig prófíltextanum sínum. „Ég er dálítið skotinn í @laurenduca,“ skrifaði hann.

Shkreli var handtekinn vegna fjármálamisferlis en réttarhöld í málinu hefjast 26. júní nk. Hann hefur sagt af sér sem forstjóri Turing Pharmaceuticals.

Frétt mbl.is: Shkreli streymir nýjum lögum Wu-Tung Clan

Frétt mbl.is: Shkreli hæðist að afreki menntaskólanema

BBC sagði frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert