Mismælti sig og bjó til nýtt land

Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, mismælti sig og bjó til nýtt …
Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, mismælti sig og bjó til nýtt land. Mynd/AFP

Pól­land vinn­ur nú að því að tryggja sér tíma­bundið sæti í Örygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna 2018-2019. Vegna þessa hef­ur ut­an­rík­is­ráðherra Póll­ans, Witold Waszczy­kowski, verið í op­in­ber­um heim­sókn­um víðs veg­ar um heim á síðustu miss­er­um, nú síðast í New York.

Á blaðamanna­fundi þar í borg á þriðju­dag sagðist Waszczy­kowski eiga fundi á næst­unni með emb­ætt­is­mönn­um frá um 20 lönd­um, meðal ann­ars nokkr­um kar­ab­ísk­um ríkj­um á borð við „Belís og San Escob­ar.“

Frétt Guar­di­an

Frétt Berl­ingske

Um­mæli ut­an­rík­is­ráðherr­ans hafa vakið mikla lukku í Póllandi og víðar enda er landið San Escob­ar ekki til. Talskona pólska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir Waszczy­kowski hafa mis­mælt sig en hann hafi átt við kar­ab­ísku eyj­arn­ar San Cristóbal y Nieves.

Yf­ir­lýs­ing ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins kom þó ekki í veg fyr­ir að grín yrði gert að Waszczy­kowski en stuttu eft­ir blaðamanna­fund­inn í New York varð til Twitter aðgang­ur lýðveld­is­ins San Escob­ar.

Lýðveldið San Esob­ar er einnig komið á Face­book sem og fleiri síður í tengsl­um við mis­mæl­in. Þá hef­ur San Escob­ar eign­ast fána og er það nú einnig komið á landa­kortið. #sa­nescob­ar

(„Þetta verður bygg­ing­in sem hýs­ir sendi­ráð San Escob­ar. Lengi lifi vin­skap­ur milli Pól­lands og San Escob­ar“)


 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert