Pólland vinnur nú að því að tryggja sér tímabundið sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2018-2019. Vegna þessa hefur utanríkisráðherra Póllans, Witold Waszczykowski, verið í opinberum heimsóknum víðs vegar um heim á síðustu misserum, nú síðast í New York.
Á blaðamannafundi þar í borg á þriðjudag sagðist Waszczykowski eiga fundi á næstunni með embættismönnum frá um 20 löndum, meðal annars nokkrum karabískum ríkjum á borð við „Belís og San Escobar.“
Ummæli utanríkisráðherrans hafa vakið mikla lukku í Póllandi og víðar enda er landið San Escobar ekki til. Talskona pólska utanríkisráðuneytisins segir Waszczykowski hafa mismælt sig en hann hafi átt við karabísku eyjarnar San Cristóbal y Nieves.
UK press calls #SanEscobar "non-existent" again. These acts of our former imperial overlords will not be tolerated!https://t.co/oRSZTlhFNS
— San Escobar (@rpdsanescobar) January 11, 2017
Yfirlýsing utanríkisráðuneytisins kom þó ekki í veg fyrir að grín yrði gert að Waszczykowski en stuttu eftir blaðamannafundinn í New York varð til Twitter aðgangur lýðveldisins San Escobar.
Lýðveldið San Esobar er einnig komið á Facebook sem og fleiri síður í tengslum við mismælin. Þá hefur San Escobar eignast fána og er það nú einnig komið á landakortið. #sanescobar
(„Þetta verður byggingin sem hýsir sendiráð San Escobar. Lengi lifi vinskapur milli Póllands og San Escobar“)
@rpdsanescobar Of course there is #SanEscobar ! Everyone can find it on the map! pic.twitter.com/25YkY2LZsl
— Ryszard Mikke (@rmikke) January 11, 2017