Ítalska þjóðin slegin óhug

AFP

Tveir ít­alsk­ir pilt­ar, 16 og 17 ára, hafa játað að hafa myrt for­eldra ann­ars þeirra á hrotta­leg­an hátt í vik­unni. Í ljós hef­ur komið að þeir voru kanna­bis- og tölvu­leikjafíkl­ar, að því er fram kem­ur í frétt­um ít­alskra fjöl­miðla í dag. Morðin hafa vakið mik­inn óhug meðal ít­ölsku þjóðar­inn­ar sem er þekkt fyr­ir sterk fjöl­skyldu­bönd.

Pilt­arn­ir, Riccar­do 16 ára og Manu­el 17 ára, eru í haldi fyr­ir að hafa myrt for­eldra þess fyrr­nefnda, Sal­vatore Vincelli og Nunzia Di Gi­anni.

Hjón­in áttu veit­ingastað í litlu þorpi skammt frá Ferr­ara í norðaust­ur­hluta Ítal­íu. Þau fund­ust lát­in í rúmi sínu á mánu­dags­kvöldið.

Riccar­do játaði tveim­ur dög­um síðar að hafa beðið vin sinn, Manu­el, um að drepa þau, að því er fram kem­ur í gögn­um máls­ins og lekið var til fjöl­miðla. Manu­el ját­ar að hann hafi slegið Sal­vatore þris­var og eig­in­konu hans sex sinn­um með exi sem notuð er til þess að höggva við í eld­inn.

„Hún vildi ekki deyja,“ sagði Manu­el við yf­ir­heyrsl­urn­ar á meðan Riccar­do sagði að hann hafi viljað þau dauð en ekki treyst sér sjálf­ur til þess að drepa þau. „Þau voru mamma mín og pabbi,“ sagði hann.

Pilt­arn­ir sögðu í upp­hafi að þeir hafi eytt mánu­dags­kvöld­inu á heim­ili Manu­els en þegar bet­ur var að gáð stóðst fjar­vist­ar­sönn­un­in eng­an veg­inn og þeir játuðu á sig verknaðinn á miðviku­dag. 

Ricccar­do á að hafa boðið vini sín­um, sem var fá­tæk­ari en hann, 80 evr­ur fyr­ir lof­orð um að drepa þau og hét því að greiða hon­um eitt þúsund evr­ur til viðbót­ar eft­ir morðin.

Lýstu morðunum eins og tölvu­leik

Haft er eft­ir rann­sókn­ar­lög­reglu­manni að það hafi snert þá hversu kaldrifjuð morðin voru og á hvaða hátt þeir sögðu frá. „Þeir töluðu eins og þetta væri tölvu­leik­ur,“ er haft eft­ir ein­um lög­reglu­manni í La Stampa.

Báðir pilt­arn­ir sátu klukku­stund­um sam­an á hverju kvöldi lokaðir inni í her­bergj­um sín­um þar sem þeir spiluðu leiki í PlayStati­on eða XBox að sögn vina og fjöl­skyldu.

Manu­el skrópaði reglu­lega í skól­ann þar sem hann sat oft heilu og hálfu næt­urn­ar við að spila tölvu­leiki. Riccar­do mætti mun bet­ur í skól­ann en sinni nám­inu illa sem kostaði oft rifr­ildi inn­an fjöl­skyld­unn­ar enda náms­ár­ang­ur­inn í sam­ræmi við iðkun­ina.

Skóla­fé­lag­ar þeirra segja að þeir hafi reykt kanna­bis dag­lega og Riccar­do á að hafa prófað kókaín.

Hann hlýt­ur að hafa tekið eitt­hvað seg­ir mamma Manu­els

For­eldr­ar Manu­els segja að hann hafi ein­angrað sig frá fjöl­skyld­unni og að hann hefði aldrei getað framið morðin nema und­ir áhrif­um fíkni­efna.  „Hann hlýt­ur að hafa tekið eitt­hvað. Það get­ur eng­inn maður drepið með köldu blóði á þenn­an hátt,“ seg­ir móðir hans í viðtali við Corri­ere della Sera.

Lögmaður Riccar­do seg­ir að horfa beri á málið sem mis­tök sam­fé­lags­ins, vanda­mál ung­lings sem þurfi veru­lega á hjálp að halda.

Sam­kvæmt ít­ölsk­um lög­um verður réttað yfir þeim fyr­ir ung­linga­dóm­stól. Ef þeir eru sak­hæf­ir þá verði þeir dæmd­ir fyr­ir glæpi sína. Í ein­hverj­um til­vik­um hef­ur börn­um, sem hafa framið morð á Ítal­íu, verið komið fyr­ir hjá þekkt­um kaþólsk­um presti, Ant­onio Mezzi, sem seg­ist reiðubú­inn til þess að gæta pilt­anna á meðan afplán­un refs­ing­ar stend­ur. Hann rek­ur at­hvarf fyr­ir ung­menni sem hafa lent á villi­göt­um í líf­inu. 

Hann seg­ir að núna sé töngl­ast á því á forsíðum blaðanna að pilt­arn­ir séu skrímsli. „En raun­veru­lega vanda­málið er að skól­ar og fjöl­skyld­ur eru ekki nægj­an­lega und­ir­bú­in und­ir nýj­ar áskor­an­ir unglings­ár­anna,“ seg­ir Mezzi. 

Mezzi seg­ir að þeir verði að gera sér grein fyr­ir því hvað þeir hafi gert. Að senda þá í fang­elsi yrði mis­tök sem myndu valda því að þeir ættu ekki mögu­leika á að verða hluti af sam­fé­lag­inu á ný. 

Frétt AFP

Frétt Bus­iness Stand­ard

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert