Hrekkjalómurinn gaf sig fram

Fernandez breytti Hollywood skiltinu þannig að þar stóð Hollyweed. Weed …
Fernandez breytti Hollywood skiltinu þannig að þar stóð Hollyweed. Weed er eitt fjölmargra orða sem notuð eru yfir kannabis. AFP

Maður sem breytti heimsþekkta Hollywood-skiltinu á nýársnótt hefur nú gefið sig fram. Hann heitir Zachary Cole Fernandez og er þrítugur listamaður. Breytti hann „Hollywood“ yfir í „Hollyweed“ en weed er eitt fjölmargra orða sem notuð eru yfir kannabis.

Fernandez gengur undir nafninu JesusHands á samfélagsmiðlum en hann hefur nú verið kærður og getur átt yfir höfði sér 6 mánuði í fangelsi. Hann mætir fyrir dóm 15. febrúar. 

„Þetta var eitthvað til að brosa og hlæja yfir,“ sagði Fernandez í samtali við Buzzfeed. Með honum við verknaðinn var fyrrverandi eiginkona hans, en það tók þau um þrjár klukkustundir að breyta skiltinu. Þá höfðu þau undirbúið verknaðinn í tvo mánuði. „Ég bjóst aldrei við því að þessi hrekkur yrði svona stór og færi svona víða,“ sagði Fernandez.

Hver staf­ur er um 13,7 metra hár. Það þurfti því ekki aðeins hug­rekki til að klifra í stöf­un­um, held­ur einnig tals­verðan lík­ams­styrk bæði við klif­ur og til að koma viðbót­un­um á staðinn.

Skiltið var upp­haf­lega sett upp árið 1923, en þetta er ekki fyrsta skiptið sem átt er við það. Fyr­ir ná­kvæm­lega 41 ári var sama breyt­ing gerð á skilt­inu, en þá hafði Kali­forn­ía ein­mitt slakað ör­lítið á kanna­bis­lög­gjöf sinni. Síðar kom í ljós að lista­nem­andinn Danny Finegood stóð á bak við at­hæfið.

Frétt mbl.is: Breyttu Hollywood skiltinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert