Varar Trump við sendiráðsflutningum

Jean-Marc Ayrault varaði Trump við því að taka „einarða“ og …
Jean-Marc Ayrault varaði Trump við því að taka „einarða“ og „einhliða“ afstöðu til málsins. AFP

Jean-Marc Ayrault, ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, seg­ir það munu hafa afar al­var­leg­ar af­leiðing­ar ef Banda­ríkja­menn ákveða að flytja sendi­ráð sitt í Ísra­el frá Tel Aviv til Jerúsalem.

Frétt mbl.is: Seg­ir mark­miðið að „þvinga“ Ísra­el

Um­mæl­in lét ráðherr­ann falla í viðtali við franska sjón­varpið en hann sagðist telja að það myndi reyn­ast Don­ald Trump, ný­kjörn­um Banda­ríkja­for­seta, ómögu­legt að upp­fylla kosn­ingalof­orð sitt um flutn­ing sendi­ráðsins.

„Þegar þú ert for­seti Banda­ríkj­anna get­ur þú ekki tekið svo ein­arða og ein­hliða af­stefnu í þessu máli. Þú verður að skapa grund­völl að friði,“ sagði Ayrault, en í dag fer fram ráðstefna í Par­ís sem miðar að því að end­ur­vekja friðarviðræður milli Ísra­els- og Palestínu­manna.

Hvorki Ísra­el né Palestína eiga full­trúa á ráðstefn­unni en hana sitja er­ind­rek­ar 70 ríkja og alþjóðlegra stofn­ana.

Mahmud Abbas, for­seti Palestínu, varaði við því á laug­ar­dag að Trump myndi greiða friðarviðræðunum náðar­höggið með því að flytja banda­ríska sendi­ráðið til Jerúsalem. Sá gjörn­ing­ur myndi snúa ára­tuga­langri stefnu Banda­ríkj­anna um að skipt­ing eða „ráðstöf­un“ borg­ar­inn­ar verði ekki ákvörðuð nema í friðarviðræðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka