Hafa áhyggjur af ummælum Trump

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands.
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands. AFP

Ummæli Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að Atlants­hafs­banda­lagið, NATO, sé úr­elt stofn­un veldur ugg meðal þeirra þjóða sem eru í NATO. 

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, hitti Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO fyrr í dag þar sem ummæli Trump voru rædd og jafnframt lýsti hann því að stofnunin hafi áhyggjum af þeim.

Frétt mbl.is: Seg­ir að NATO sé úr­elt stofn­u

„Þetta er í mótsögn við það sem bandaríska varnarmálaráðuneytið sagði fyrir nokkrum dögum. Við verðum að sjá hvaða afleiðingar þetta mun hafa á stefnu bandarískra stjórnvalda,“ segir Steinmeier. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert