Besta svarið við ummælum Donalds Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, um að fleiri þjóðir en Bretland eigi eftir að yfirgefa Evrópusambandið er að standa saman.
Þetta segir Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands.
Frétt mbl.is: Segir að NATO sé úrelt stofnun
„Besta svarið við þeim viðtölum sem bandaríski forsetinn hefur gefið er að Evrópubúar standi saman, saman sem ein heild,“ sagði Ayrult áður en hann fór á fund með utanríkisráðherrum ESB.
Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, sagði að Evrópa eigi að mæta Trump með sjálfstraust að vopni.
„Evrópubúar eiga ekki að fara í eitthvert djúpt þunglyndi út af þessu,“ sagði hann.
„Ég geri ekki lítið úr því sem Trump segir, sérstaklega varðandi NATO og ESB en dálítið sjálftraust myndi gera okkur gott í aðstæðum sem þessum.“