90 manns handteknir vegna Trump mótmæla

Mótmælendur í Washington kveiktu m.a. elda til að mótmæla innsetningu …
Mótmælendur í Washington kveiktu m.a. elda til að mótmæla innsetningu Donald Trump í embætti forseta. AFP

Til átaka kom á ný í Washingt­on milli lög­reglu og mót­mæl­enda eft­ir að Don­ald Trump sór embættiseið sem 45. for­seti Banda­ríkj­anna í dag. Á milli 400-500 mót­mæl­end­ur köstuðu hlut­um í óeirðalög­reglu í næsta ná­grenni við skrúðgöngu sem hald­in er til heiðurs nýja for­set­an­um.

Lög­regla beitti tára­gasi á mót­mæl­end­ur og þá greindi frétta­stofa NBC fyr­ir skemmstu frá því að leift­ur­sprengj­um hefði verið beitt.  Er þetta í annað skipti í dag sem kem­ur til átaka í Washingt­on milli mót­mæl­enda og lög­reglu vegna nýja for­set­ans.

AFP-frétta­stof­an hef­ur eft­ir lög­reglu­yf­ir­völd­um í Washingt­on að rúm­lega 90 manns hafi verið hand­tekn­ir vegna skemmd­ar­verka tengd­um mót­mæl­un­um, sem hefðu að öðru leyti að mestu farið friðsam­lega fram.

„Við höf­um hand­tekið í kring­um 95 manns,“ sagði Sean Con­boy, talsmaður lög­reglu­yf­ir­valda í Washingt­on, og kvað hand­tök­urn­ar vera vegna skemmd­ar­verka og eigna­spjalla.

Þá slösuðust tveir lög­reglu­menn í átök­um við mót­mæl­end­ur, en meiðsl þeirra eru ekki sögð vera al­var­leg.

Víða í Evr­ópu komu fólk einnig sam­an til að mót­mæla inn­setn­ingu Trump. Um 500 manns komu sam­an við banda­ríska sendi­ráðið í London og voru mót­mæl­end­ur með skilti þar sem Banda­ríkja­menn voru hvatt­ir til að losa sig við Trump. Nokk­ur hundruð manns komu sam­an í Berlín og sam­tvinnuðu þar mót­mæli gegn Trump og mót­mæl­um gegn hægri öfga­flokk­in­um AfD.

Þá tóku um þúsund manns þátt í mót­mæla­göng­unni „stöðvum hatrið“ í Amster­dam þar sem gengið var að banda­ríska sendi­ráðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka