Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna

Donald Trump er svarinn í embætti forseta.
Donald Trump er svarinn í embætti forseta. AFP

Donald Trump hefur nú tekið við sem 45. forseti Bandaríkjanna. „Við tökum nú til við að endurbyggja Bandaríkin og ákveða þann kúrs sem Bandaríkin og heimurinn allur mun taka. Okkur munu bíða erfiðleikar en við munum takast á við þá,“ sagði Trump í innsetningarræðu sinni og þakkaði því næst Barack Obama, fráfarandi forseta og Michelle konu hans fyrir alla þeirra aðstoð. „Þau hafa verið frábær,“ sagði Trump.

Trump sagði pólitíkusa koma og fara, en að almenningur væri alltaf til staðar og að hann hefði tekist á við erfiðleika undanfarin ár.

„Þetta er ykkar stund,“ sagði Trump. „Þetta er ykkar dagur og þetta er ykkar fögnuður og þetta land, Bandaríkin, er ykkar landi.

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, óskar arftaka sínum Donald Trump …
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, óskar arftaka sínum Donald Trump til hamingju. AFP

20. janúar 2017 verður minnst sem dagsins sem fólkið tók á ný við stjórn í landinu. Hinir gleymdu karlar og konur okkar lands verða ekki gleymd lengur. Þau verða hluti af sögulegri hreyfingu á þeim skala sem heimurinn hefur ekki áður séð.“

Trump sagði stjórn sína munu setja Bandaríkin í fyrsta sæti. „Allar viðskipta- og skattaákvarðanir, sem og í utanríkismálum verða teknar með það í huga að bæta hag Bandaríkjanna,“ sagði Trump og kvað slíka verndarstefnu leiða til aukins velfarnaðar.

„Ég mun aldrei bregðast ykkur,“ sagði Trump. „Við munum fá störfin okkar, landamærin okkar, auðin okkar og drauma okkur aftur.“

Mikill mannfjöldi var samankomin til að fylgjast með Trump sverja …
Mikill mannfjöldi var samankomin til að fylgjast með Trump sverja embættiseiðinn. AFP

„Við munum koma Bandaríkjamönnum af bótum og aftur til starfa,“ sagði hann og kvað það gert með því að kaupa bandarískt og ráða Bandaríkjamenn. „Við munum vingast við aðrar þjóðir, en við munum gera það á þeim grundvelli að það er réttur hvers ríkis að setja sína eigin hagsmuni framar hagsmunum annarra.“

Trump sagði þá Bandaríkin þá muna útrýma róttækum íslamistum af yfirborði jarðar. „Við munum enduruppgötva hollustu okkar í garð hvers annars," sagði forsetinn því næst og kvað enduruppgötvað þjóðarstolt vera leið til að brúa þá gjá sem hafi myndast milli landsmanna.

„Tíma orðræðu er lokið. Nú er komin tími aðgerða.“ sagði Trump. „Þið verðið aldrei aftur gleymd,“ hét hann við mannfjöldann sem tók orðum nýja forsetans fagnandi.  Tími væri  komin tíma til að gera Bandaríkin að stórveldi á ný sagði Trump að lokumog bað Guð að blessa Bandaríkin.

Melania Trump, eiginkona Donald Trump hélt á biblíunni er Trump …
Melania Trump, eiginkona Donald Trump hélt á biblíunni er Trump sór embættiseiðinn. Sonur þeirra Barron Trump fylgist með. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka