Donald Trump orðinn forseti Bandaríkjanna

Donald Trump er svarinn í embætti forseta.
Donald Trump er svarinn í embætti forseta. AFP

Don­ald Trump hef­ur nú tekið við sem 45. for­seti Banda­ríkj­anna. „Við tök­um nú til við að end­ur­byggja Banda­rík­in og ákveða þann kúrs sem Banda­rík­in og heim­ur­inn all­ur mun taka. Okk­ur munu bíða erfiðleik­ar en við mun­um tak­ast á við þá,“ sagði Trump í inn­setn­ing­ar­ræðu sinni og þakkaði því næst Barack Obama, frá­far­andi for­seta og Michelle konu hans fyr­ir alla þeirra aðstoð. „Þau hafa verið frá­bær,“ sagði Trump.

Trump sagði póli­tík­usa koma og fara, en að al­menn­ing­ur væri alltaf til staðar og að hann hefði tek­ist á við erfiðleika und­an­far­in ár.

„Þetta er ykk­ar stund,“ sagði Trump. „Þetta er ykk­ar dag­ur og þetta er ykk­ar fögnuður og þetta land, Banda­rík­in, er ykk­ar landi.

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, óskar arftaka sínum Donald Trump …
Barack Obama, fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, ósk­ar arf­taka sín­um Don­ald Trump til ham­ingju. AFP

20. janú­ar 2017 verður minnst sem dags­ins sem fólkið tók á ný við stjórn í land­inu. Hinir gleymdu karl­ar og kon­ur okk­ar lands verða ekki gleymd leng­ur. Þau verða hluti af sögu­legri hreyf­ingu á þeim skala sem heim­ur­inn hef­ur ekki áður séð.“

Trump sagði stjórn sína munu setja Banda­rík­in í fyrsta sæti. „All­ar viðskipta- og skatta­ákv­arðanir, sem og í ut­an­rík­is­mál­um verða tekn­ar með það í huga að bæta hag Banda­ríkj­anna,“ sagði Trump og kvað slíka vernd­ar­stefnu leiða til auk­ins velfarnaðar.

„Ég mun aldrei bregðast ykk­ur,“ sagði Trump. „Við mun­um fá störf­in okk­ar, landa­mær­in okk­ar, auðin okk­ar og drauma okk­ur aft­ur.“

Mikill mannfjöldi var samankomin til að fylgjast með Trump sverja …
Mik­ill mann­fjöldi var sam­an­kom­in til að fylgj­ast með Trump sverja embættiseiðinn. AFP

„Við mun­um koma Banda­ríkja­mönn­um af bót­um og aft­ur til starfa,“ sagði hann og kvað það gert með því að kaupa banda­rískt og ráða Banda­ríkja­menn. „Við mun­um ving­ast við aðrar þjóðir, en við mun­um gera það á þeim grund­velli að það er rétt­ur hvers rík­is að setja sína eig­in hags­muni fram­ar hags­mun­um annarra.“

Trump sagði þá Banda­rík­in þá muna út­rýma rót­tæk­um íslam­ist­um af yf­ir­borði jarðar. „Við mun­um end­urupp­götva holl­ustu okk­ar í garð hvers ann­ars," sagði for­set­inn því næst og kvað end­urupp­götvað þjóðarstolt vera leið til að brúa þá gjá sem hafi mynd­ast milli lands­manna.

„Tíma orðræðu er lokið. Nú er kom­in tími aðgerða.“ sagði Trump. „Þið verðið aldrei aft­ur gleymd,“ hét hann við mann­fjöld­ann sem tók orðum nýja for­set­ans fagn­andi.  Tími væri  kom­in tíma til að gera Banda­rík­in að stór­veldi á ný sagði Trump að loku­mog bað Guð að blessa Banda­rík­in.

Melania Trump, eiginkona Donald Trump hélt á biblíunni er Trump …
Mel­ania Trump, eig­in­kona Don­ald Trump hélt á biblí­unni er Trump sór embættiseiðinn. Son­ur þeirra Barron Trump fylg­ist með. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert