Skora á Trump að virða mannréttindi

Fólk flykktist til Washington í dag til að taka þátt í réttindagöngunni „Women's March on Washington“ á Union Station-lestarstöðinni og skora þannig á Donald Trump, sem hefur nú tekið við sem 45. forseti Bandaríkjanna, að virða mannréttindi. 

Konur voru í meirihluta á mótmælunum og klæddust margar hverjar bleikum höttum með myndum af píkum á til þess að vitna í ummæli Trump frá 2005 þar sem hann stærði sig af því að  „grípa í píkuna“ á konum. 

„Taktu litlu hendurnar þínar af mér“

„Ég er hér til að vernda réttindi okkar,“ segir hin sjötíu og tveggja ára gamla Trisha Norman sem kom alla leiðina frá Norður-Karólínu. „Þegar fólk stendur saman sýnir það styrk sinn,“ segir Norman í viðtali við AFP-fréttastofuna.

Í réttindagöngunni voru margir með heimatilbúin skilti með áletrunum eins og „taktu litlu hendurnar þínar af mér.“

Yfirskrift göngunnar er „Women's March on Washington“ en hún hefur vakið athygli um allan heim og gert er ráð fyrir að um 200.000 manns muni taka þátt. Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum viðburðarins segir: „Women's March on Washington sendir sterk skilaboð bæði til nýrrar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og heimsins alls um að réttindi kvenna eru mannréttindi.“

Réttindagangan hefur verið farin víða um heim í dag en safnast var saman við Arnarhól í Reykjavík klukkan 14:00 og gengið að Austurvelli. 

Margir báru heimatilbúin skilti.
Margir báru heimatilbúin skilti. AFP
Konur voru í meirihluta í réttindagöngunni í Washington.
Konur voru í meirihluta í réttindagöngunni í Washington. AFP
Margir báru bleika hatta sem voru í laginu eins og …
Margir báru bleika hatta sem voru í laginu eins og píkur. AFP
Markmiðið er að senda Trump skýr skilaboð á fyrsta degi …
Markmiðið er að senda Trump skýr skilaboð á fyrsta degi hans sem forseti. AFP
Yfirskrift viðburðarins er „Women's March on Washington“.
Yfirskrift viðburðarins er „Women's March on Washington“. AFP
„Mannréttindi skipta máli.“
„Mannréttindi skipta máli.“ AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert