Fyrrverandi framkvæmdastjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Brennan, er bæði sorgmæddur og reiður eftir heimsókn forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, í höfuðstöðvar CIA í gær.
Brennan ræddi um heimsókn Trumps og ræðu hans. Forsetinn flutti ræðu sína við vegg þar sem þeirra 117 liðsmanna CIA, sem hafa fallið í þágu þjóðar sinnar, er getið. Lunginn af ræðunni fór í að ræða fjöldann sem fylgdist með embættistökunni. Eins var honum tíðrætt um myndir af sér á forsíðum tímarita og að hann væri í stríði við fjölmiðla.