Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, nýtti samskiptamiðilinn Twitter líkt og oft áður til þess að koma gagnrýni sinni á framfæri. Nú eru það mótmælendur sem fengu ákúrur. Ekki síst fræga fólkið sem tók þátt í mótmælum gegn honum í gær.
Horfði á mótmælin í gær en stutt er síðan við gengum að kjörborðinu! Hvers vegna kaus þetta fólk ekki? Fræga fólkið skemmir málstaðinn, skrifar Trump á Twitter.
Watched protests yesterday but was under the impression that we just had an election! Why didn't these people vote? Celebs hurt cause badly.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 22, 2017
Yfir tvær milljónir tóku þátt í mótmælum í Bandaríkjunum í gær en konur leiddu mótmælin sem beindust meðal annars að hugmyndum Trumps í garð kvenna. Óttast margir afturhvarf í jafnréttisbaráttunni, stöðu innflytjenda og minnihlutahópa á meðan hann situr í embætti forseta.
Víðs vegar um heiminn tók fólk þátt í slíkum mótmælum, meðal annars í Reykjavík.
Meðal þeirra sem komu fram var poppstjarnan Madonna, Scarlett Johansson, Ashley Judd og America Ferrera, Michael Moore og Gloria Steinem.
En Trump lét ekki nægja að tjá sig um mótmælendur á Twitter heldur einnig um hversu margir hafi horft á embættistökuna á föstudag í sjónvarpi.
Að hans sögn horfði 31 milljón á athöfnina í sjónvarpi eða 11 milljónum fleiri en árið 2009 þegar Barack Obama sór embættiseið í fyrra skiptið.
Wow, television ratings just out: 31 million people watched the Inauguration, 11 million more than the very good ratings from 4 years ago!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 22, 2017