Mary Tyler Moore látin

Mary Tyler Moore árið 2006.
Mary Tyler Moore árið 2006. AFP

Bandaríska leikkonan Mary Tyler Moore er látin, áttræð að aldri, eftir að hafa glímt við veikindi undanfarin ár.

Sjö þáttaraðir af samnefndum gamanþætti Moore voru sýndar í bandarísku sjónvarpi á áttunda áratugnum við miklar vinsældir.

Tímaritið Time sagði þáttinn einn af sautján sem „breyttu sjónvarpinu“.

Moore hafði þjáðst af sykursýki undanfarin ár og gekkst einnig undir heilaskurðaðgerð árið 2011.

Hún lést á sjúkrahúsi í Connecticut.

Mary Tyler Moore ásamt leikaranum Dick Van Dyke árið 2012 …
Mary Tyler Moore ásamt leikaranum Dick Van Dyke árið 2012 er þau afhentu verðlaun á Screen Actors Guild-hátíðinni. AFP
Mary Tyler Moore á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni árið 2007.
Mary Tyler Moore á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni árið 2007. AFP
AFP
Ásamt leikaranum Dick Van Dyke árið 2008.
Ásamt leikaranum Dick Van Dyke árið 2008. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert