Trump fyrirskipar byggingu múrs

Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti. AFP

Don­ald Trump, Banda­ríkja­for­seti, hef­ur und­ir­ritað til­skip­un um að múr verði byggður við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó.

Hann hef­ur einnig und­ir­ritað til­skip­un um að dregið verði úr rík­is­styrkj­um til banda­rískra borga sem veita ólög­leg­um inn­flytj­end­um hæli.

Frétt mbl.is: Við mun­um reisa múr seg­ir Trump

Trump sagði í sjón­varps­viðtali við ABC-frétta­stof­una að yf­ir­völd í Mexí­kó mundu end­ur­greiða Banda­ríkj­un­um að fullu kostnaðinn við múr­inn.

„Þjóð án landa­mæra er ekki þjóð,“ sagði  Trump eft­ir að hann und­ir­ritaði til­skip­an­irn­ar og stóð þar með við kosn­ingalof­orð sitt.

„Frá og með deg­in­um í dag munu Banda­rík­in end­ur­heimta stjórn yfir landa­mær­um sín­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka