Trump fyrirskipar byggingu múrs

Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur undirritað tilskipun um að múr verði byggður við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.

Hann hefur einnig undirritað tilskipun um að dregið verði úr ríkisstyrkjum til bandarískra borga sem veita ólöglegum innflytjendum hæli.

Frétt mbl.is: Við munum reisa múr segir Trump

Trump sagði í sjónvarpsviðtali við ABC-fréttastofuna að yfirvöld í Mexíkó mundu endurgreiða Bandaríkjunum að fullu kostnaðinn við múrinn.

„Þjóð án landamæra er ekki þjóð,“ sagði  Trump eftir að hann undirritaði tilskipanirnar og stóð þar með við kosningaloforð sitt.

„Frá og með deginum í dag munu Bandaríkin endurheimta stjórn yfir landamærum sínum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka