Hættur við að funda með Trump

Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó.
Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó. AFP

Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, er hættur við að mæta á fyrirhugaðan fund með Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Ástæðan er deila þeirra um hver skuli greiða fyrir múr sem Trump ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

„Við sögðum Hvíta húsinu frá því í morgun að ég mundi ekki mæta á fundinn sem er fyrirhugaður næsta þriðjudag,“ sagði Nieto á Twitter.

Trump hefur ítrekað sagt að mexíkósk yfirvöld muni greiða fyrir múrinn á einn eða annan hátt. Nieto hefur ávallt vísað því á bug að Mexíkó muni borga múrinn. 

Frétt mbl.is: Mexíkóforseti borgar ekki fyrir múr Trumps

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert