Múrinn greiddur með vöruskatti

Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær.
Sean Spicer á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ætl­ar að fjár­magna bygg­ingu múrs við landa­mæri Banda­ríkj­anna og Mexí­kó með því að leggja á 20 pró­senta inn­flutn­ings­skatt á mexí­kósk­ar vör­ur.

„Með því að gera þetta get­um við náð í 10 millj­arða doll­ara á ári og auðveld­lega borgað fyr­ir múr­inn, bara með þessu einu sam­an,“ sagði Sean Spicer, talsmaður Trumps.

For­seti Mexí­kó af­lýsti fyrr í dag fyr­ir­huguðum fundi með Trump eft­ir deil­ur þeirra á milli vegna múrs­ins og hver skuli greiða fyr­ir hann. 

Frétt mbl.is: Fund­ur­inn hefði verið „ár­ang­urs­laus“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert