Evrópusambandið kann að liðast í sundur ef hægri öfgaflokkar fara með sigur af hólmi í þingkosningum sem fram fara í Frakklandi og Hollandi síðar á þessu ári.
Sigmar Gabriel efnahagsráðherra Þýskalands varaði í dag þýskan þingheim við þessum möguleika að því er Reuters-fréttastofan greinir frá.
„Frönsku forsetakosningarnar nú í vor geta reynst sárar og afdrifaríkar kosningar fyrir Evrópu,“ sagði Gabriel við neðri deild þýska þingsins.
„Eftir Brexit í fyrra, og fari óvinir Evrópu með sigur í kosningum í Hollandi eða Frakklandi nú, þá kunnum við að standa frammi fyrir ógn gegn stærsta þjóðmenningarverkefni 20. aldarinnar, þ.e. að Evrópusambandið liðist í sundur.“