Trump kallar Manning svikara

Trump gagnrýndi Chelsea Manning, eftir að hún sagði Obama hafa …
Trump gagnrýndi Chelsea Manning, eftir að hún sagði Obama hafa verið veikburða leiðtoga. Wikipedia

Donald Trump, sem tók við embætti Bandaríkjaforseta á föstudag,  kallaði í dag uppljóstrarann Chelsea Manning svikara.

Líkt og oft áður nýtt Trump sér Twitter til að koma skoðunum sínum á framfæri, en þar segir hann að þessu sinni: „óþakkláti SVIKARINN Chelsea Manning, sem aldrei hefði átt að láta lausa úr fangelsi, segir nú að Obama forseti hafi verið veikburða leiðtogi. Hræðilegt!,“ sagði Trump.

Greint var frá því í síðustu viku að Obama lét það verða eitt af sínum síðustu embættisverkum að milda dóminn yfir  Manning, sem var dæmd í 35 ára fangelsi fyrir að afhenda Wikileaks trúnaðargögn bandarískra yfirvalda. Lýsti fjöldi re­públi­kan­a yfir mikilli hneykslun á þeirri á ákvörðun Obama, en Manning verður að öllum líkindum látin laus í maí á þessu ári.

Frétt mbl.is: Miskunn fráfarandi forseta

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka