„Frjálst og óháð Bretland mikil gæfa“

Trump og May á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.
Trump og May á blaðamannafundi í Hvíta húsinu. AFP

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, telur að útganga Breta úr Evrópusambandinu muni reynast „yndislegur hlutur“ fyrir þjóðina.

„Ég tel að með tímanum þú munið þið hafa ykkar sérstöðu og þið munið hafa í landinu fólkið sem þið viljið hafa,“ sagði Trump, sem tók á móti Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í Hvíta húsinu fyrr í dag.

„Þið getið gert frjálsa viðskiptasamninga án þess að nokkur horfi yfir öxlina á ykkur.“

Trump sagði samband Bandaríkjanna og Bretlands vera sérstakt.  

Hann lagði áherslu á stuðning sinn við Brexit og sagði: „Frjálst og óháð Bretland er mikil gæfa fyrir heiminn.“

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Báðir leiðtogarnir töluðu um að styrkja viðskiptatengsl Bandaríkjanna og Breta.

Trump sagði of snemmt að ræða um hvort viðskiptaþvingunum gagnvart Rússum verði aflétt vegna innlimunar Krímskaga.

May sagði aftur á móti að Bretar muni halda viðskiptaþvingununum áfram.

Hún nefndi einnig að Trump hefði lýst yfir 100% stuðningi við NATO.

May bætti við að Trump hafi þegið boð um að heimsækja Bretland síðar á þessu ári.

Theresa May.
Theresa May. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert