Sjálfsdýrkun í Hvíta húsinu

Donald Trump undirritar forsetatilskipun um að reisa eigi múr við …
Donald Trump undirritar forsetatilskipun um að reisa eigi múr við landamærin að Mexíkó. EnriquePeña Nieto, forseti Mexíkó, sagði í gær að landið myndi hafna kröfu Trumps um að greiða kostnaðinn af múrnum.Trump svaraði að þá gæti Peña Nieto aflýst fyrirhugaðri heimsókn sinni til Bandaríkjanna. Peña Nieto gerði það AFP

Sjálfs­dýrk­un Don­alds Trumps, for­seta Banda­ríkj­anna, og mik­il þörf hans fyr­ir viður­kenn­ingu og aðdáun gæti staðið stjórn hans fyr­ir þrif­um á kjör­tíma­bil­inu, að mati frétta­skýrenda vest­an­hafs. Trump hef­ur sýnt að hann þolir ekki gagn­rýni og til­hneig­ing hans til að sanka að sér já­bræðrum er einnig tal­in geta komið hon­um í koll.

Sál­fræðing­ar í Banda­ríkj­un­um segja að Trump hafi sýnt mörg ein­kenni sjálfs­dýrk­un­ar á síðustu ára­tug­um og eft­ir að hann varð for­seti. Þetta mat þeirra virðist skýra að miklu leyti und­ar­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar hans og tals­manna hans, m.a. full­yrðing­ar hans um að hann hafi dregið að sér fleiri áhorf­end­ur þegar hann tók við embætt­inu en nokk­ur ann­ar for­seti í sögu Banda­ríkj­anna.

Furðar sig á lyg­inni

Ger­ald F. Seib, aðal­frétta­skýr­andi The Wall Street Journal í Washingt­on, furðar sig á því að for­set­inn skuli hafa valið að fara í stríð við fjöl­miðlana út af svo „lít­il­vægu“ máli. „Þetta val er sér­stak­lega furðulegt vegna þess að til­tæk gögn sýndu að hann dró ekki að sér stærri áhorf­enda­hóp í Nati­onal Mall en for­veri hans í embætt­inu.“

Talið er að um 1,8 millj­ón­ir manna hafi verið í Nati­onal Mall-garðinum í Washingt­on þegar Barack Obama tók við for­seta­embætt­inu árið 2009. Mynd­ir af mann­fjöld­an­um þá og þegar Trump sór embættiseiðinn sýndu að hann dró að sér miklu færri áhorf­end­ur en for­veri hans. Nýi for­set­inn sagði jafn­vel ósatt um veðrið í Washingt­on þegar hann flutti ræðu sína við embættis­tök­una, sagði að rofað hefði til og sést sól­ar þegar hann flutti ræðuna og síðan byrjað að hellirigna um leið og henni lauk. Lít­ils hátt­ar rign­ing var all­an tím­ann þegar hann flutti ræðuna sem var átján mín­útna löng.

For­set­inn vakti seinna furðu banda­rískra þing­manna þegar hann end­ur­tók þá full­yrðingu sína að hann hefði fengið færri at­kvæði en Hillary Cl­int­on í for­seta­kosn­ing­un­um vegna þess að millj­ón­ir manna án kosn­inga­rétt­ar hefðu kosið hana. Hann kvaðst ætla að beita sér fyr­ir viðamik­illi rann­sókn á þess­um „kosn­inga­svik­um“.

Hillary Cl­int­on fékk um 2,9 millj­ón­ir at­kvæða um­fram Trump, en hann fékk þó meiri­hluta þeirra kjör­manna sem kjósa for­set­ann form­lega. Linds­ey Gra­ham, einn at­kvæðamestu þing­manna re­públi­kana, sagði að með full­yrðing­um sín­um um kosn­inga­svik græfi for­set­inn und­an trausti manna á lýðræðinu í Banda­ríkj­un­um. „Full­yrði for­set­inn að 3,5 millj­ón­ir manna hefðu kosið ólög­lega rýr­ir það traust á lýðræði okk­ar – og hann þarf að upp­lýsa hvers vegna hann held­ur þetta,“ sagði hann.

Fjöl­miðlafull­trúi for­set­ans, Sean Spicer, sagði seinna að full­yrðing­ar Trumps væru reist­ar á „rann­sókn­um og gögn­um“ en neitaði að upp­lýsa hvaða gögn hann ætti við. Trump sagði í viðtali við ABC-sjón­varpið að ásak­an­ir hans stydd­ust við skýrslu Pew-rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar frá ár­inu 2012 en fréttamaður­inn sem tók viðtalið benti hon­um á að höf­und­ar skýrsl­unn­ar fundu „ekki nein­ar vís­bend­ing­ar um kosn­inga­svik“. For­set­inn tók þá að gagn­rýna skýrslu­höf­und­ana. „Hvers vegna í ósköp­un­um voru þeir þá að skrifa skýrsl­una?“ svaraði hann.

Fjölmiðlafulltrúi forsetans, Sean Spicer.
Fjöl­miðlafull­trúi for­set­ans, Sean Spicer. AFP

Strák­ur í sjö­tug­um lík­ama

Stephen Coll­in­son, frétta­skýr­andi CNN, tel­ur að rekja megi þessa und­ar­legu fram­göngu for­set­ans til sterkr­ar þrár hans eft­ir virðingu og viður­kenn­ingu. Hann hef­ur eft­ir Michael D'­Ant­onio, höf­undi ný­legr­ar bók­ar um ævi Trumps, að þessi þrá­hyggja hafi ein­kennt fram­göngu hans í viðskipt­um síðustu ára­tugi. „Hann hef­ur gert þetta alla æv­ina – allt frá barnæsku þegar hann hafði þörf fyr­ir að segja fólki að hann væri besti hafna­boltamaður New York-rík­is þótt til séu fer­il­skrár sem sanna að þetta er ekki satt. Faðir hans [Fred] var mjög kröfu­h­arður í upp­eld­inu og sætti sig ekki við neitt annað en al­ger­an sig­ur og ár­ang­ur í öllu sem Don­ald gerði.“

Banda­ríski rann­sókna­blaðamaður­inn Dav­id Cay Johnst­on, sem skrifaði bók um ævi Trumps, seg­ir að hann sé eins og „tólf ára strák­ur í lík­ama sjö­tugs karls“. Michael D'­Ant­onio, lík­ir Trump við „sex ára strák sem kem­ur heim af leik­vell­in­um og get­ur varla beðið eft­ir því að geta sagt frá því að hann hafi skorað úr­slita­markið“.

Skýrt dæmi um sjálfs­dýrk­un

Í grein í tíma­rit­inu Vanity Fair er haft eft­ir sál­fræðing­um að Trump hafi sýnt mörg ein­kenni sjálfs­dýrk­un­ar. „Hald­inn óvenju­mik­illi sjálfs­hrifn­ingu,“ sagði How­ard Gardner, pró­fess­or í sál­fræði við Har­vard-há­skóla, um Trump fyr­ir nokkr­um árum. Sál­fræðing­ur­inn Ben Michael­is tel­ur Trump vera „skóla­bók­ar­dæmi um sjálfs­dýrk­un“. Þriðji sál­fræðing­ur­inn, Geor­ge Simon, seg­ir að þegar hann haldi nám­skeið um sjálfs­dýrk­un sýni hann mynd­skeið af Trump því að hann viti ekki um nein betri dæmi um ein­kenn­in.

Vanity Fair seg­ir að sam­kvæmt siðaregl­um sam­taka banda­rískra geðlækna megi þeir ekki segja frá geðrænni van­heilsu ein­stak­linga án þess að hafa rann­sakað þá sjálf­ir og fengið leyfi þeirra til að skýra frá vanda­mál­un­um. Um­mæli sál­fræðing­anna séu til marks um að þeir hafi mikl­ar áhyggj­ur af sjálfs­dýrk­un Trumps.

Dan P. McA­dams, pró­fess­or í sál­fræði við Nort­hwestern Uni­versity, kemst að sömu niður­stöðu í langri grein um per­sónu­leika Trumps í tíma­rit­inu The Atlantic. Hann seg­ir það „næst­um ómögu­legt að tala um Trump án þess að nota orðið sjálfs­dýrk­un“.

AFP

McA­dams til­tek­ur sem dæmi að Trump hef­ur nefnt „nán­ast allt sem hann snert­ir eft­ir sjálf­um sér – allt frá spila­vít­um til steika og svo­kallaðs há­skóla sem gef­ur fyr­ir­heit um að kenna nem­end­un­um að verða rík­ir“. Hann tali einnig nær ein­göngu um sjálf­an sig í ræðum og viðtöl­um. „Þegar hann stóð upp til að tala við út­för föður síns, sum­arið 1999, talaði Trump aðallega um sjálf­an sig. Hann hóf mál sitt með því að segja að þetta væri erfiðasti dag­ur í lífi hans sjálfs. Hann talaði síðan um mesta af­rek Freds Trumps: að ala upp af­burðasnjall­an og víðfræg­an son.“

Þýsk-banda­ríski sál­grein­and­inn Erich Fromm lýsti dæmi­gerðum sjálfs­dýrk­anda svo í bók­inni The Anatomy of Hum­an Destructi­veness: „Hann hef­ur aðeins áhuga á sjálf­um sér, sín­um þrám, sín­um hugs­un­um, sín­um ósk­um; hann tal­ar lát­laust um sín­ar hug­mynd­ir, sína fortíð, sín áform... Annað fólk skipt­ir aðeins máli ef það þjón­ar hon­um eða ef hægt er að nota það; hann veit allt bet­ur en all­ir aðrir.“

Á meðal ein­kenna sjálfs­dýrk­and­ans er tak­marka­laus þörf fyr­ir at­hygli, viður­kenn­ingu og aðdáun. Þýska viku­ritið Der Spieg­el hef­ur eft­ir sál­fræðing­um að sjálfs­dýrk­end­ur séu „svo of­ur­viðkvæm­ir fyr­ir gagn­rýni“ að þeir líti á aðra sem óvini sína ef þeir sýni þeim ekki aðdáun. Í verstu til­vik­un­um séu sjálfs­dýrk­end­urn­ir svo háðir at­hygli og aðdáun að þeir víli ekki fyr­ir sér að fara með ósann­indi til að reyna að öðlast hana.

Frétta­skýrend­ur Der Spieg­el telja að Trump hafi sýnt öll þessi ein­kenni og segja að for­set­inn hafi sankað að sér já­bræðrum þegar hann til­nefndi menn í mik­il­væg embætti. „All­ar þess­ar til­nefn­ing­ar sýna hætt­urn­ar sem fylgja því að kjósa sjálfs­dýrk­end­ur í valda­stóla. Þörf þeirra fyr­ir holl­ustu ásamt sterkri löng­un þeirra til að skína skær­ar en all­ir aðrir er ekki góð blanda þegar stilla þarf upp liði hæfra emb­ætt­is­manna. Útkom­an verður oft hóp­ur getu­lausra meðhjálp­ara.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka