Fordæma „ólöglega“ ákvörðun Trump

Frá mótmælagöngu í New York vegna tilskipunar Trump varðandi innflytjendamál.
Frá mótmælagöngu í New York vegna tilskipunar Trump varðandi innflytjendamál. AFP

Dóms­málaráðherr­ar sex­tán ríkja Banda­ríkj­anna, þar á meðal Kali­forn­íu og New York, hafa for­dæmt til­skip­un Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta vegna inn­flytj­enda­mála og segja hana ekki sam­ræn­ast stjórn­ar­skránni. Þeir hafa heitið því að berj­ast gegn henni.

Frétt mbl.is: „Allt í tómu tjóni“

Dóms­málaráðherr­arn­ir, sem eru all­ir demó­krat­ar, gáfu út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir lýstu yfir andúð sinni á ákvörðun Trumps.

„Sem yf­ir­menn laga yfir 130 millj­ón­um Banda­ríkja­manna og er­lend­um íbú­um í okk­ar ríkj­um, for­dæm­um við ólög­lega til­skip­un Trumps for­seta, sem sam­ræm­ist ekki stjórn­ar­skránni og er í and­stöðu við það sem banda­rískt er,“ skrifuðu þeir.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna. AFP

Þeir hétu því að „vinna sam­an að því að tryggja það að stjórn­völd virði stjórn­ar­skrána og beri virðingu fyr­ir sögu lands­ins sem inn­flytj­endaþjóð og geri eng­an að skot­marki vegna fæðing­arstaðar síns eða trú­ar.“

Dóms­málaráðherr­arn­ir bæt­ast í hóp fjöl­margra þjóðarleiðtoga og annarra sem hafa gagn­rýnt ákvörðun Trumps. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert