Munu framfylgja tilskipun Trumps

00:00
00:00

Banda­ríska heima­varn­ar­ráðuneytið greindi frá því í dag að það muni fram­fylgja for­seta­til­skip­un Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta sem mein­ar flótta­fólki og hæl­is­leit­end­um að koma til lands­ins. Ráðuneytið mun aft­ur á móti verða við dóms­úrsk­urði sem hef­ur frestað hluta aðgerðanna tíma­bundið.

„For­seta­til­skip­un­in er enn til staðar. Bannaðar ferðir verða áfram bannaðar og rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna áskil­ur sér rétt til að aft­ur­kalla vega­bréfs­árit­an­ir hvenær sem þörf kref­ur í þágu þjóðarör­ygg­is eða til að tryggja ör­yggi al­menn­ings,“ seg­ir ráðuneytið í til­kynn­ingu. 

„Til­skip­un for­set­ans á aðeins við lít­inn hluta alþjóðlegra farþega og er fyrsta skrefið að því að tryggja stjórn yfir landa­mær­um Banda­ríkj­anna og þjóðarör­yggi.“

Ráðuneytið seg­ir enn frem­ur, að það muni fram­fylgja dóms­úrsk­urðum. Það eigi lík­lega einnig við um úr­sk­urð al­rík­is­dóm­ara sem fyr­ir­skipaði yf­ir­völd­um að vísa ekki hæl­is­leit­end­um eða öðrum ferðamönn­um úr landi sem hafa verið stöðvaðir við landa­mæri Banda­ríkj­anna. 

Banda­ríski al­rík­is­dóm­ar­inn Ann Donn­elly frestaði brott­vís­un­um flótta­fólks í gær í kjöl­far til­skip­un­ar­inn­ar sem Trump und­ir­ritaði á föstu­dag. Sam­kvæmt henni munu Banda­rík­in ekki taka á móti flótta­fólki næstu 120 daga. Þá munu rík­is­borg­ar­ar frá sjö ríkj­um, þar sem múslim­ar eru í meiri­hluta, ekki fá banda­ríska vega­bréfs­árit­un næstu þrjá mánuði. 

Víða brut­ust út fjöl­menn mót­mæli á banda­rísk­um flug­völl­um eft­ir að und­ir­rit­un Trumps lá fyr­ir. Marg­ir hafa lýst yfir áhyggj­um, bæði al­menn­ing­ur og stjórn­mála­menn, vegna ákvörðunar for­set­ans. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert