Engir viðskiptahagsmunir í löndunum sjö

Eitt af því sem vekur athygli við tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hleypa ekki ríkisborgurum sjö múslimaríkja til landsins er að forsetinn hefur engra viðskiptahagsmuna að gæta þar. Ólíkt því sem á við um lönd eins og Sádi-Arabíu þaðan sem flestir þeirra komu sem stóðu að hryðjuverkaárásum í New York árið 2001.

Þetta segir Guðmundur Hálfdanarson, sagnfræðiprófessor og forseti hugvísindasviðs HÍ, en jafnframt að það sæti furðu að ríkisborgarar landanna 7, sem eru Súdan, Íran, Írak, Líbýa, Sýrland, Sómalía og Jemen, skuli verða fyrir valinu þar sem engin hryðjuverk hafi verið framin af fólki frá þessum löndum á undanförnum árum í Bandaríkjunum.

Trump hefur átt í umfangsmiklum viðskiptum í löndum á borð Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Egyptalandi sem bent hefur verið á að hefðu einnig getað verið á listanum umdeilda. 

mbl.is ræddi við Guðmund í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert