Hin djúpa verkfærakista forsetans

Bann Trump við móttöku flóttamanna hefur vakið hörð viðbrögð leiðtoga …
Bann Trump við móttöku flóttamanna hefur vakið hörð viðbrögð leiðtoga og almennings um allan heim. AFP

Þrátt fyr­ir að skammt sé um liðið frá því að Don­ald Trump sett­ist á for­seta­stól vest­an­hafs hef­ur hann þegar hnyklað vöðva embætt­is­ins og gefið út marg­vís­leg­ar ákv­arðanir um hin ýmsu mál­efni.

Marg­ar þeirra eru um­deild­ar og hafa víðtæk­ar af­leiðing­ar en Trump hef­ur m.a. bannað ferðalög frá sjö múslimaríkj­um til Banda­ríkj­anna, sagt Banda­rík­in frá fríversl­un­ar­samn­ingi ríkja við Kyrra­haf (TPP), gefið grænt ljós á lagn­ingu tveggja stórra olíu­leiðsla og blásið nýju lífi í svo­kallaða global gag rule, sem legg­ur blátt bann við ráðstöf­un op­in­berra fjár­muna í fræðslu og þjón­ustu tengda fóst­ur­eyðing­um er­lend­is.

En hvaða vald hef­ur for­set­inn? Og að hvaða leyti eru ákv­arðanir hans háðar samþykki annarra vald­hafa?

Get­ur lagt í hernað og beitt neit­un­ar­valdi

Fyr­ir það fyrsta er for­set­inn æðsti yf­ir­maður banda­ríska herafl­ans. Hann hef­ur vald til þess að virkja þjóðvarðliðið og þegar neyðarástand skap­ast get­ur þingið veitt for­set­an­um vald til að gera ráðstaf­an­ir er varða þjóðarör­yggi eða efna­hag lands­ins. For­set­inn hef­ur ekki vald til að lýsa yfir stríði, það ligg­ur hjá þing­inu, en hann get­ur hins veg­ar fyr­ir­skipað hernaðaraðgerðir án þess að stríðsyf­ir­lýs­ing liggi fyr­ir.

For­set­inn hef­ur vald til að gera milli­ríkja­samn­inga, með aðkomu öld­unga­deild­ar þings­ins. Hann skip­ar ráðherra, sem öld­unga­deild­in þarf að samþykkja, og út­nefn­ir al­rík­is- og hæsta­rétt­ar­dóm­ara.

Það fell­ur einnig und­ir valdsvið for­seta að kalla sam­an þingið þegar sér­stakt til­efni þykir til. Þá hef­ur hann neit­un­ar­vald gagn­vart lög­gjöf sem samþykkt er af þing­inu en það er tak­mörk­un­um háð. For­set­inn get­ur til að mynda ekki beitt neit­un­ar­vald­inu gegn af­mörkuðum þátt­um laga­frum­varpa og þá get­ur þingið fellt neit­un for­set­ans úr gildi með tveim­ur þriðju­hlut­um at­kvæða.

For­set­inn hef­ur vald til að náða dæmda ein­stak­linga og milda dóma.

Donald Trump hefur verið iðinn við að gefa út tilskipanir …
Don­ald Trump hef­ur verið iðinn við að gefa út til­skip­an­ir og orðsend­ing­ar frá því hann tók embætti 20. janú­ar sl. AFP

Laga­setn­ing án þing­legr­ar meðferðar

Sá ein­stak­ling­ur sem sit­ur í embætti for­seta get­ur beitt valdi sínu, og þannig náð fram vilja sín­um óháður þing­inu, með ýms­um hætti.

Hann get­ur meðal ann­ars gefið út for­seta­til­skip­un (e. ex­ecuti­ve or­der), sem er ígildi lög­gjaf­ar en óháð samþykki þings­ins. Þingið get­ur freistað þess að hnekkja til­skip­un­inni með því að samþykkja lög sem tak­marka fjár­mögn­un viðkom­andi aðgerða en for­set­inn get­ur þá aft­ur beitt neit­un­ar­vald­inu gegn lög­gjöf þings­ins.

Vegna þess hversu tak­markað vald þingið hef­ur þegar kem­ur að for­seta­til­skip­un­um eru í raun aðeins tvær leiðir til að fella þær úr gildi; ann­ars veg­ar að fá þeim hnekkt fyr­ir dóm­stól­um og hins veg­ar að þeim sé snúið af þeim for­set­um sem á eft­ir koma.

Þess má geta að það hef­ur aðeins gerst tvisvar að for­seta­til­skip­un var hnekkt fyr­ir dómi en það gerðist í valdatíð Harry S. Trum­an og Bill Cl­int­on.

Aðeins einn Banda­ríkja­for­seti hef­ur látið hjá líða að gefa út for­seta­til­skip­un; William Henry Harri­son. Hann gengdi embætt­inu í mánuð, frá 4. mars til 4. apríl 1841. Frank­lin D. Roosevelt er sá for­seti sem hef­ur gefið út flest­ar for­seta­til­skip­an­ir, 3.721 tals­ins, en sam­tals telja þær nú um 13.000.

Orðsend­ing­ar og yf­ir­lýs­ing­ar

For­seta­til­skip­un­in er um­deild vald­beit­ing þar sem hún þykir síður lýðræðis­leg. Þá hafa for­set­ar verið gagn­rýnd­ir fyr­ir að beita henni til að knýja í gegn lög­gjöf án þing­legr­ar meðferðar.

Aðrar leiðir eru fær­ar for­set­an­um til að koma vilja sín­um í fram­kvæmd og má þar til dæm­is nefna svo­kallaða for­seta­orðsend­ingu; presi­dential memor­and­um. For­seta­orðsend­ing­ar hafa laga­legt gildi en krefjast ekki op­in­berr­ar birt­ing­ar. Þær eru að öðru leyti keim­lík­ar for­seta­til­skip­un­um og erfitt að greina mun­inn þarna á milli.

For­seti get­ur einnig gefið út for­seta­yf­ir­lýs­ing­ar, sem eru óum­deild­ari þar sem ekki er verið að seil­ast inn á verksvið lög­gjaf­ans. Þannig er talað um for­seta­yf­ir­lýs­ing­ar (e. presi­dential proclamati­on) þegar for­set­inn ákveður að náða ein­stak­linga eða fagna eða minn­ast ákveðinna at­b­urða eða ein­stak­linga.

Bandarískur hermaður við eftirlit í þorpinu Ali Rash nærri Mosul. …
Banda­rísk­ur hermaður við eft­ir­lit í þorp­inu Ali Rash nærri Mos­ul. Trump gæti fyr­ir­skipað als­herj­arat­lögu gegn Ríki íslam og vísað í for­dæmi sem for­ver­ar hans í embætti settu. AFP

Valdsvið for­seta í stöðugri þenslu

Stjórn­spek­ing­ar segja for­seta Banda­ríkj­anna iðna við að út­víkka valdsvið sitt.

„Þetta er staðfast mynstur,“ sagði Neal Devins, laga­pró­fess­or við Col­l­e­ge of William & Mary, við Washingt­on Post í júlí í fyrra. „Þeir draga aldrei for­seta­embættið sam­an. Trump for­seti gæti sagt: Ég ætla að nota Obama-reglu­bók­ina, og seilst ansi langt.“

Andrew Ru­da­levige, pró­fess­or í stjórn­sýslu­fræðum við Bowdo­in Col­l­e­ge, seg­ir full­yrðing­ar Trump um að hann einn geti reddað mál­un­um ólík­ar hug­mynd­um Barack Obama og Geor­ge W. Bush um að laga hlut­ina í sam­ein­ingu.

Í frétt Washingt­on Post er hins veg­ar bent á að Trump gæti rétt­lætt als­herj­arat­lögu gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslam með því að sækja í það vald sem rík­is­stjórn Bush tók sér þegar hún heim­ilaði pynt­ing­ar meintra hryðju­verka­manna og Obama sótti í þegar her­inn fór í aukn­um mæli að nota dróna til að ráða grunaða misynd­is­menn af dög­um.

„Hin for­seta­lega verk­færak­ista af ein­hliða aðgerðum er djúp,“ seg­ir Ru­da­levige, „en þú get­ur ekki viðhaft keis­ara­legt for­seta­embætti án ósýni­legs þings, sem er vilj­ugt til að setj­ast í aft­ur­sætið af því að það vill ekki taka á sig sök­ina vegna stríðs eða annarr­ar óvin­sæll­ar stefnu­mót­un­ar.“

Fyr­ir öld sagði Theodore Roosevelt að for­set­ar mættu gera allt sem ekki væri bannað sam­kvæmt lög­um eða stjórn­ar­skránni. Þá sagði Nixon, eft­ir að hann sagði af sér vegna Waterga­te, „þegar for­set­inn ger­ir það, þýðir það að það er ekki ólög­legt.“

Ru­da­levige seg­ir að á tím­um flokka­drátta sveifl­ist skoðanir manna eft­ir því hvoru meg­in við borðið þeir sitja. „Það er öfl­ugt for­seta­embætti þegar sam­flokksmaður þinn sit­ur í stóln­um og keis­ara­legt for­seta­embætti þegar það er ein­hver úr hinum flokkn­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert