Sex látnir í hryðjuverkaárás í Kanada

AFP

Vopnaðir menn skutu sex til bana í mosku í Québec í gærkvöldi. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fordæmir árásina og segir hana hryðjuverkaárás á múslima. Hann segir að Kanadamenn sem eru múslimar séu mikilvægur liður í þjóðfélagsgerð landsins og þeir sem fremji glórulaust athæfi sem þetta eigi ekkert erindi með að tilheyra kanadísku samfélagi.

Frá Quebec-borg í Kanada í nótt.
Frá Quebec-borg í Kanada í nótt. AFP

Talsmaður lögreglunnar í Quebec-borg segir að átta hafi særst í árásinni sem gerð var í mosku í borginni í gærkvöldi. Tveir hryðjuverkamenn voru handteknir að sögn talsmanns lögreglunnar. Ekki er útilokað að þriðji árásarmaðurinn hafi flúið af vettvangi. 

Nokkrir tugir voru inni í moskunni þegar árásin var gerð klukkan 20 að staðartíma, klukkan 1 í nótt að íslenskum tíma. Flestir þeirra sem voru í moskunni voru karlar að biðja kvöldbænirnar. Samkvæmt fréttum kanadískra fjölmiðla komu tveir menn inn í moskuna og hófu skothríð á fólkið þar inni.  

AFP

Moskan hefur áður orðið fyrir barðinu á hatri fólks, til að mynda var svínshaus skilinn eftir á tröppum hennar í júní í fyrra á meðan ramandan stóð yfir. Árásin er gerð á sama tíma og stjórnvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þangað séu velkomnir þeir sem eru á flótta undan stríði og öðru ofbeldi. Á sama tíma hefur forseti nágrannaríkisins, Donald Trump, lýst því yfir að fólk frá sjö ríkjum, þar sem flestir eru múslimar, fái ekki að koma til Bandaríkjanna. Kanada ætlar að veita þeim tímabundið dvalarleyfi sem vegna ákvarðana Trumps komast ekki frá Kanada til Bandaríkjanna. 

Frá því í nóvember 2015 hefur Kanada tekið á móti tæplega 40 þúsund flóttamönnum frá Sýrlandi.

Tveir voru handteknir fyrir hryðjuverkaárás í Quebec í nótt.
Tveir voru handteknir fyrir hryðjuverkaárás í Quebec í nótt. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka