Bandarískt herskip sent til Jemen

USS Cole.
USS Cole. AFP

Banda­ríski sjó­her­inn hef­ur sent tund­ur­spilli á hafsvæðið fyr­ir utan Jemen í kjöl­far þess að upp­reisn­ar­menn í land­inu gerðu árás á freigátu í eigu Sádi Ar­ab­íu sem var við eft­ir­lit á Rauðahafi. Tund­ur­spill­ir­inn, USS Cole, var stadd­ur á Persa­flóa.

Haft er eft­ir ónafn­greind­um banda­rísk­um emb­ætt­is­manni í frétt AFP að tek­in hafi verið ákvörðun um að senda her­skipið á vett­vang vegna árás­ar­inn­ar á freigát­una. Emb­ætt­is­menn í Sádi Ar­ab­íu segja að sjálfs­morðsárás hafi verið gerð á freigát­una með bát­um. Tveir sjó­liðar létu lífið. Ekki er þó ljóst sam­kvæmt frétt­inni hvort um flug­skeyti var að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert