Bandarískt herskip sent til Jemen

USS Cole.
USS Cole. AFP

Bandaríski sjóherinn hefur sent tundurspilli á hafsvæðið fyrir utan Jemen í kjölfar þess að uppreisnarmenn í landinu gerðu árás á freigátu í eigu Sádi Arabíu sem var við eftirlit á Rauðahafi. Tundurspillirinn, USS Cole, var staddur á Persaflóa.

Haft er eftir ónafngreindum bandarískum embættismanni í frétt AFP að tekin hafi verið ákvörðun um að senda herskipið á vettvang vegna árásarinnar á freigátuna. Embættismenn í Sádi Arabíu segja að sjálfsmorðsárás hafi verið gerð á freigátuna með bátum. Tveir sjóliðar létu lífið. Ekki er þó ljóst samkvæmt fréttinni hvort um flugskeyti var að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert