Munu svara í sömu mynt

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta greindi í dag frá því að gripið hefði verið til frekari refsiaðgerða gegn Íran vegna áframhaldandi tilrauna þarlendra stjórnvalda með langdrægar eldflaugar og stuðning þeirra við uppreisnarmenn í Jemen.

Fram kemur í frétt AFP að írönsk stjórnvöld hafi lýst því yfir í kjölfarið að þau muni svara í sömu mynt og beita sér lagalega gegn hagsmunum bandarískra borgara og fyrirtækja sem að þeirra sögn hafa stutt hryðjuverkahreyfingar í Miðausturlöndum.

Bandarískir embættismenn segja að refsiaðgerðirnar séu ekki brotthvarf frá kjarnorkusamningnum sem gerður var við Íran í tíð forvera Trumps í embætti, Baracks Obama. Trump hefur hins vegar ekki dregið dul á óánægju sína með þann samning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert