Gulur bíll í gömlu þorpi umdeildur

Þorpið Bibury í Gloucestershire á Englandi þykir með fallegri þorpum …
Þorpið Bibury í Gloucestershire á Englandi þykir með fallegri þorpum í landinu. Mynd/Wikipedia

Skærgul­ur bíll gam­als manns í Bretlandi hef­ur valdið fjaðrafoki en bíll­inn þykir skemma ásýnd þorps­ins þar sem maður­inn er bú­sett­ur. Fjór­tándu ald­ar þorpið Bibury þykir afar fal­legt og ljós­mynda­vænt og þykir „ban­ana-gul­ur“ bíll­inn stinga í stúf við stíl þorps­ins.

Í frétt Tel­egraph um málið má sjá mynd­ir af gamla mann­in­um með gula bíln­um sín­um. Hús­in í Bibury eru meðal elstu íbúðar­húsa í Bretlandi en mynd­ir af þorp­inu er til að mynda að finna í fleiri millj­ón­um vega­bréfa breskra rík­is­borg­ara.

„Færðu þig“

Ekki eru all­ir sátt­ir við veru gula bíls­ins í Bibury en í síðustu viku voru fram­in skemmd­ar­verk á bíln­um þar sem orðið „move“ eða „færðu þig“ var rispað í lakk bíls­ins og rúða brot­in. Bíll­inn, sem er af gerðinni Vauxhall Corsa, er í eigu hins 84 ára gamla Peter Maddox sem er tann­lækn­ir sem kom­inn er á eft­ir­laun.

Kostnaður við að laga skemmd­irn­ar er sagður nema um 6.000 pund­um eða rúm­um 840.000 kr. og er bíll­inn nú inni á verk­stæði. Lög­regla er með málið til rann­sókn­ar en ekki er vitað hver var að verki þegar skemmd­ar­verk­in voru fram­in.

Tengda­dótt­ir Maddox seg­ir gamla mann­inn vissu­lega vera niður­brot­inn vegna máls­ins en fólkið í þorp­inu hafi þó sýnt hon­um stuðning. Maddox flutti til Bibury eft­ir að kon­an hans lést fyr­ir 15 árum en bíl­inn keypti hann fyr­ir þrem­ur árum og var ákaf­lega kát­ur með nýja bíl­inn sinn.

Frá ár­inu 2015 hafa þó borist kvart­an­ir vegna bíls­ins og hann sagður eyðileggja ásýnd þorps­ins og skemma ann­ars fal­leg­ar mynd­ir ferðamanna af þorp­inu. Maddox hélt þó áfram að leggja bíln­um í göt­unni sinni, þar sem hann gat hvergi ann­ars staðar lagt, allt þar til skemmd­ar­verk­in voru fram­in í síðustu viku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka