Trump með höfuð Frelsisstyttunnar

Forsíða Der Spiegel.
Forsíða Der Spiegel.

Það hefur slokknað á kyndli Frelsisstyttunnar. Forseti Bandaríkjanna hendir molotov-sprengju. Svo afhöfðar hann Frelsisstyttuna og heldur fagnandi á blóðugu höfði hennar. Forsíður dag-  og vikublaða eru óvenjuharðskeyttar þessa dagana.

Á forsíðu þýska vikublaðsins Der Spiegel er teikning af Trump með afskorið höfuð Frelsisstyttunnar í annarri hendiog blóðugan hníf í hinni. „Bandaríkin í fyrsta sæti“ stendur skrifað við myndina.

Myndin hefur verið gagnrýnd. Varaforseti Evrópuþingsins hefur m.a. sagt hana smekklausa. Sá sem teiknaði myndina segir hana tákna afhöfðun lýðræðisins. Ritstjóri Spiegel segir í leiðara blaðsins að Trump sé að reyna „valdarán að ofan“ og vilji setja lýðræðinu hömlur. 

Forsíða The Economist.
Forsíða The Economist.

Talsmenn Hvíta hússins hafa ítrekað sakað fréttamiðla, aðallega vestanhafs, fyrir að dreifa „fölskum“ fréttum. Gagnrýnin hefur m.a. beinst að New York Times og CNN.

Alexander Graf Lambsdorff, varaforseti Evrópuþingsins, segir forsíðuna segja meira um Der Spiegel en Trump. Hann segir myndina vísa með illgjörnum hætti í fórnarlömb hryðjuverka.

Fleiri blöð hafa sett Trump á forsíður sínar síðustu daga. Þeirra á meðal er breska blaðið The Economist, en á forsíðu blaðsins er teikning af Trump að henda molotov-sprengju.

New Yorker teiknaði útbrunninn kyndil Frelsisstyttunnar. 

Frétt BBC um málið.

Forsíða New Yorker.
Forsíða New Yorker.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert