Trump trítilóður á Twitter

Donald Trump er bálreiður.
Donald Trump er bálreiður. AFP

„Þar sem bann­inu var aflétt af dóm­ara gæti margt mjög slæmt og hættu­legt fólk streymt inn í landið okk­ar. Hræðileg ákvörðun.“

Þetta skrifaði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti á Twitter í kvöld. Hann hef­ur skrifað fjölda færslna á sam­fé­lags­miðil­inn í dag eft­ir að al­rík­is­dóm­ari í Seattle komst að þeirri niður­stöðu að til­skip­un hans um ferðabann rík­is­borg­ara sjö landa bryti gegn stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna. Trump seg­ist ætla að fá lög­banni dóm­ar­ans hnekkt. Hann hef­ur líka sagt „Ger­um Banda­rík­in frá­bær aft­ur“ að minnsta einu sinni á Twitter í dag.

Hér að neðan eru nokkr­ar af þeim færsl­um sem Trump hef­ur skrifað á Twitter í dag:

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka