Trump trítilóður á Twitter

Donald Trump er bálreiður.
Donald Trump er bálreiður. AFP

„Þar sem banninu var aflétt af dómara gæti margt mjög slæmt og hættulegt fólk streymt inn í landið okkar. Hræðileg ákvörðun.“

Þetta skrifaði Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter í kvöld. Hann hefur skrifað fjölda færslna á samfélagsmiðilinn í dag eftir að alríkisdómari í Seattle komst að þeirri niðurstöðu að tilskipun hans um ferðabann ríkisborgara sjö landa bryti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Trump segist ætla að fá lögbanni dómarans hnekkt. Hann hefur líka sagt „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ að minnsta einu sinni á Twitter í dag.

Hér að neðan eru nokkrar af þeim færslum sem Trump hefur skrifað á Twitter í dag:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka