Berjast fyrir lífi mannætuhunds

Til stendur að aflífa Buster, sem er af Staffordshire Bull …
Til stendur að aflífa Buster, sem er af Staffordshire Bull Terrier-kyni. Skjáskot/MSN.com

Yfir 25 þúsund undirskriftir hafa safnast gegn því að breskur hundur af Staffordshire Bull Terrier-kyni verði aflífaður en hundinum hefur verið haldið í geymslu lögreglu síðan 2015 þegar hann fannst við að éta lík látins eiganda síns á heimili í Mereyside í Bretlandi.

Réttarrannsókn leiddi ekki í ljós hvort eigandinn hefði látist af völdum hundsins, sem er kallaður Buster, en eigandinn vann að því að finna hundinum nýtt heimili í gegnum bresk góðgerðarsamtök þegar hann lést.

Í undirskriftasöfnuninni er þess krafist að hætt verði við að aflífa Buster en krafan um að hann verði aflífaður er m.a. rökstudd með vísan til þess að hann hafi urrað og bitið lögregluþjón þegar lögregla fangaði hann.

Ýmsir sérfræðingar hafa aftur á móti bent á að aðferðirnar sem lögregla notaði við að handsama hundinn, svonefnd alpha roll-aðferð, sé úrelt og dragi oft á tíðum fram grimmt eðli bestu hunda.

Þá hafa þeir sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni bent á að Buster hafi verið án vatns og matar í nokkra daga þegar hann byrjaði að éta eiganda sinn og það sé í eðli hunda að reyna að lifa af.

Frétt msn um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert