Frá ferðabanni til lögbanns

James Robart, dómari við alríkisdómstól í Seattle, er allt í …
James Robart, dómari við alríkisdómstól í Seattle, er allt í einu orðinn einn umtalaðasti maður heims. AFP

Marg­ir eru ei­lítið ruglaðir í rím­inu eft­ir að al­rík­is­dóm­ari setti lög­bann á ferðabann Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta. Sam­kvæmt því mega nú rík­is­borg­ar­ar sjö ríkja, sem ferðabannið náði til, ferðast til Banda­ríkj­anna, hafi þeir til þess árit­un eins og aðrir.

En hvað er eig­in­lega að ger­ast og hvað gæti gerst í fram­hald­inu?

For­seta­til­skip­un­in

Sam­kvæmt til­skip­un sem Banda­ríkja­for­seti skrifaði und­ir í síðustu viku máttu flótta­menn, óháð upp­runa, ekki koma til Banda­ríkj­anna í 120 daga. Enn lengra var gengið varðandi sýr­lenskt flótta­fólk sem mátti ekki koma um óákveðinn tíma. 

Sam­kvæmt til­skip­un­inni máttu rík­is­borg­ar­ar sjö landa ekki koma til Banda­ríkj­anna þó að þeir hefðu áður fengið vega­bréfs­árit­un. Með öðrum orðum, árit­an­ir þeirra voru gerðar ógild­ar í 90 daga. Lönd­in eru: Íran, Írak, Líb­ía, Sómal­ía, Súd­an, Sýr­land og Jemen.

Inn­grip al­rík­is­dóm­stóls

James Robart, sem er dóm­ari við al­rík­is­dóm­stól í Seattle, fyr­ir­skipaði að til­skip­un for­set­ans skyldi aflétt um öll Banda­rík­in. Ákvörðun hans stend­ur þar til dóm­stóll mun fjalla um kæru sem rík­is­sak­sókn­ari í Washingt­on-ríki, Bob Fergu­son, lagði fram. Í kæru Fergu­son seg­ir að til­skip­un for­set­ans bein­ist með órétt­lát­um hætti gegn múslim­um.

Fleiri al­rík­is­dóm­ar­ar, m.a. í Kali­forn­íu og New York, hafa einnig kveðið upp úr­sk­urð gegn til­skip­un Trumps en ákvörðun Robarts hef­ur haft meiri áhrif en þær all­ar.

Ferðabanni aflétt...í bili

 Í til­kynn­ingu ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins í gær kem­ur fram að ferðabannið sé fellt úr gildi, þ.e. að þeir sem hafi árit­un geti nú komið til Banda­ríkj­anna.

Dómarinn komst að því að forsetatilskipun Trumps bryti gegn ákvæðum …
Dóm­ar­inn komst að því að for­seta­til­skip­un Trumps bryti gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár­inn­ar. AFP

Í til­kynn­ingu heima­varn­ar­ráðuneyt­is­ins, sem m.a. hef­ur yfir landa­mæra­gæsl­unni að ráða, seg­ir að gæsl­an yrði nú aft­ur sam­kvæmt „regl­um og verklagi“.

Mörg flug­fé­lög fóru þegar í gær að bjóða farþega frá lönd­un­um sjö vel­komna um borð í vél­ar sín­ar á leið til Banda­ríkj­anna. 

Ut­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir vega­bréfs­árit­an­ir um 60 þúsund ein­stak­linga hafi nú aft­ur tekið gildi. 

Hvað ger­ir Trump næst?

Tals­menn Hvíta húss­ins segja að dóms­málaráðuneytið muni reyna að fá lög­bann­inu hnekkt. Verður mál­inu þá vísað til áfrýj­un­ar­dóm­stóls. Taki sá dóm­stóll und­ir með dóm­ar­an­um Robart gæti málið endað fyr­ir hæsta­rétti Banda­ríkj­anna, að því er lög­fræðipró­fess­or við Temple-há­skóla í Fíla­delfíu hef­ur sagt í dag.

Eins og staðan er í dag er eng­inn ráðherra dóms­mála í Banda­ríkj­un­um. Til­nefn­ing Jeffs Sessi­ons til starf­ans á enn eft­ir að fara fyr­ir þingið.

Var það óvenju­legt að málið færi fyr­ir al­rík­is­dóm­stól?

Í raun og veru ekki. Það sama gerðist varðandi for­seta­til­skip­un Baracks Obama árið 2014. Til­skip­un­in átti að vernda ólög­lega inn­flytj­end­ur fyr­ir brott­vís­un frá land­inu, hefðu þeir dvalið þar í fimm ár eða leng­ur. Al­rík­is­dóm­ari í Texas komst að því að Obama hefði farið út fyr­ir valdsvið sitt og kom þannig í veg fyr­ir gildis­töku til­skip­un­ar­inn­ar. Sú ákvörðun fór alla leið upp í hæsta­rétt. Obama varð að hætta við.

Donald Trump hefur látið gamminn geisa á samfélagsmiðlinum Twitter vegna …
Don­ald Trump hef­ur látið gamm­inn geisa á sam­fé­lags­miðlin­um Twitter vegna lög­banns­ins. AFP

Hvaða lær­dóm er hægt að draga?

Lög­fróðir menn segja að per­sónu­leg­ar árás­ir Trumps á dóm­ar­ann Robart séu óvenju­leg­ar. „Þær eru ekki bein­lín­is lít­ilsvirðing við dóm­stól­inn en sýna skort á virðingu fyr­ir sjálf­stæði dóms­kerf­is­ins,“ seg­ir Laurence Tri­be, pró­fess­or við Har­vard-há­skóla. Ann­ar pró­fess­or tek­ur í sama streng og seg­ir það ekki skyn­sam­legt að segja „svo­kallaður“ dóm­ari, eins og Trump gerði. „Dóm­ar­ar kunna ekki að meta það,“ seg­ir Peter Spiro, pró­fess­or við Temple-há­skóla.

Hvað svo?

Dóms­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna hef­ur nú form­lega áfrýjað niður­stöðu al­rík­is­dóm­ar­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert