36 milljóna króna sekt vegna Airbnb-útleigu

Amsterdam, höfuðborg Hollands. Borgarbúum er ekki heimilt að leigja út …
Amsterdam, höfuðborg Hollands. Borgarbúum er ekki heimilt að leigja út íbúðir sínar í gegnum Airbnb í meira en 60 daga á ári.

Yf­ir­völd í Amster­dam, höfuðborg Hol­lands, hafa sektað hús­ráðanda einn og umboðsskrif­stofu um 297.000 evr­ur, eða rúm­ar 36 millj­ón­ir króna, vegna laga­brota við út­leigu á íbúðum í gegn­um Airbnb. AFP-frétta­stof­an seg­ir umboðsskrif­stof­una hafa brotið regl­ur borg­ar­inn­ar með því að leigja út 11 íbúðir í miðborg Amster­dam í gegn­um Airbnb.

„Okk­ur bár­ust kvart­an­ir frá ná­grönn­un­um sem kvörtuðu und­an ónæði,“ sagði Je­an­ine Har­ders, talsmaður borg­ar­inn­ar. „Rann­sókn leiddi síðan í ljós að íbúðirn­ar voru leigðar út ólög­lega.“

Eig­anda íbúðanna og umboðsskrif­stof­unni er gert að greiða 13.500 evr­ur hvor­um aðila fyr­ir hverja íbúðanna 11, sem all­ar eru í miðbæ Amster­dam.

„Þetta er venju­legt sekt­ar­upp­hæð, en þegar búið er að marg­falda hana ell­efu sinn­um þá erum við kom­in upp í metupp­hæð,“ sagði Har­ders og bætti við að borg­ar­yf­ir­völd hefðu sent út sekt­ir vegna um 200 íbúða 2016.

Borg­ar­yf­ir­völd og Airbnb komust að sam­komu­lagi í des­em­ber í fyrra, sem tak­mark­ar út­leigu einka­heim­ila í borg­inni við 60 daga á ári. Sam­komu­lagið gild­ir til árs­loka 2018 og hétu for­svars­menn Airbnb því að setja upp sér­stakt taln­inga­kerfi á síðu sinni sem ger­ir þeim sem leigja út eign­ir sín­ar kleift að fylgj­ast með því hve marga daga þeir eru bún­ir að leigja íbúðirn­ar út og geti með þeim hætti forðast að brjóta lög.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert