Kosinn með 98% atkvæða

Gúrbangúlí Berdymúkhamedov var endurkjörinn forseti Túrkmenistan í gær.
Gúrbangúlí Berdymúkhamedov var endurkjörinn forseti Túrkmenistan í gær. AFP

Gúrbangúlí Berdymúkhamedov var endurkjörinn forseti Túrkmenistan með 98% atkvæða um helgina þannig að hann verður forseti landsins næstu sjö ár. 

Berdymúkhamedov, sem er 59 ára að aldri, var áður tannlæknir og heilbrigðisráðherra áður en hann tók við embætti forseta landsins árið 2006. Formaður kjörstjórnar fagnaði mjög niðurstöðu kosninganna þegar hann tilkynnti um úrslitin. Ekki var minnst einu orði á hversu mörg atkvæði aðrir frambjóðendur fengu í kosningunum.

Berdymúkhamedov skrifaði undir breytingar á stjórnarskrá landsins í fyrra sem gera honum kleift að gegna embætti forseta þangað til hann deyr en ekki er lengur miðað við ákveðin efri mörk varðandi aldur sitjandi forseta. Eins var kjörtímabilið lengt úr fimm árum í sjö.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert