Dóminískt dagblað baðst afsökunar á því í gær að hafa birt mynd af bandaríska leikaranum Alec Baldwin í gervi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í stað myndar af forsetanum sjálfum. Myndin fylgdi umfjöllun um afstöðu Trumps til landnemabyggða Ísraela.
Fram kemur í frétt AFP að föstudagsútgáfa blaðsins El Nacional hafi skartað mynd af Balwin við hliðina af mynd af Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Baldwin hefur ítrekað brugðið sé í gervi forsetans að undanförnu í skemmtiþáttunum "Saturday Night Live".
El Nacional birti afsökunarbeiðnina í sunnudagsblaði sínu. Mistökin hefðu farið framhjá öllum þeim sem hefðu prófarkarlesið blaðið. Fram kemur í fréttinni að þó Trump hafi ekki verið skemmt hafi Baldwin fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Mistök dóminíska dagblaðsins gætu þó verið mesta lofið til þessa.