Ruglaðist á Trump og Alec Baldwin

Af Twitter

Dóminískt dagblað baðst afsökunar á því í gær að hafa birt mynd af bandaríska leikaranum Alec Baldwin í gervi Donalds Trump Bandaríkjaforseta í stað myndar af forsetanum sjálfum. Myndin fylgdi umfjöllun um afstöðu Trumps til landnemabyggða Ísraela.

Fram kemur í frétt AFP að föstudagsútgáfa blaðsins El Nacional hafi skartað mynd af Balwin við hliðina af mynd af Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Baldwin hefur ítrekað brugðið sé í gervi forsetans að undanförnu í skemmtiþáttunum "Saturday Night Live".

El Nacional birti afsökunarbeiðnina í sunnudagsblaði sínu. Mistökin hefðu farið framhjá öllum þeim sem hefðu prófarkarlesið blaðið. Fram kemur í fréttinni að þó Trump hafi ekki verið skemmt hafi Baldwin fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Mistök dóminíska dagblaðsins gætu þó verið mesta lofið til þessa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert