Vilja ferðabann í anda Trumps

AFP

Meiri­hluti íbúa ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins vill banna fólki frá múslimaríkj­um að koma til heimalanda þeirra sam­kvæmt niður­stöðum skoðana­könn­un­ar sem breska hug­veit­an Ch­at­ham Hou­se lét gera. Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com.

Fram kem­ur í frétt­inni að 55% væru hlynnt slíku banni í anda til­skip­un­ar Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta en 20% væru því and­víg. Horft til ein­stakra ríkja væru 71% Pól­verja hlynnt slíku ferðabanni, 65% Aust­ur­rík­is­manna, 64% Ung­verja, 61% Frakka, 58% Grikkja, 53% Þjóðverja, 51% Ítala, 47% Breta og 41% Spán­verja.

„Þær [niður­stöðurn­ar] benda til þess að andstaða á meðal al­menn­ings við frek­ari inn­flutn­ing fólks frá ríkj­um þar sem múslim­ar eru í mikl­um meiri­hluta sé eng­an veg­inn bund­in við kjós­end­ur Trumps í Banda­ríkj­un­um held­ur frem­ur út­breidd,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá hug­veit­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert